Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2017 11:02 Seabed Constructor var fært til hafnar eftir að Landhelgisgæslan komst að því hvað áhöfnin var að bauka á íslensku hafsvæði. Vísir/Ernir Starfsleyfisumsókn frá ónafngreindu fyrirtæki hefur borist Umhverfisstofnun. Hið ónafngreinda fyrirtæki vill hefja vinnu við flak þýska skipsins Minden og fjarlægja úr því verðmæti sem talin eru vera þar. Samkvæmt frétt Fiskifrétta bendir allt til þess að félagið Advanced Marine Services sé að baki umsókninni. Advanced Marine Services bar ábyrgð á leiðangri skipsins Seabed Constructor í apríl síðastliðnum en skipið var statt hér á landi í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden, sem sökk innan efnahagslögsögu Íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Félagið Advanced Marine Services er skráð á Cayman-eyjum en hefur starfsemi í Bretlandi. Landhelgisgæslan stefndi Seabed Constructor til hafnar á sínum tíma vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, um 120 sjómílur suðaustur af landinu. Þá höfðu starfsmenn Landhelgisgæslu orðið þess áskynja að skipið var búið að vera um nokkurra daga skeið á sama punkti, í grennd við Minden.Umsóknin barst um viku eftir að skipið sigldi á brott Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fiskifrétta kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. Í umsókninni falast ónafngreint fyrirtæki eftir því að hefja vinnu við flak Minden í þeim tilgangi að sækja þangað verðmætan varning. Umhverfisstofnun gefur hins vegar ekki upp hvort umsóknin sé frá fyrirtækinu Advanced Marine Services. Fiskifréttir segja þó allt benda til þess að svo sé. Í svari Umhverfisstofnunar segir enn fremur að umsóknin sé í umsagnarferli sem lýkur á morgun, 14. júlí.Mynd af Seabed Constructor sem tekin var um borð í varðskipinu Þór.LandhelgisgæslanVerðmætin mögulega mikils virði Landhelgisgæslan hætti afskiptum af Seabed Constructor um miðjan apríl síðastliðinn og skipið sigldi um svipað leyti úr efnahagslögsögunni, án þess að taka með sér verðmæti úr flaki Minden. Þá var ljóst að skipið gæti ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. „Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun meta það svo að það sé leyfisskyld framkvæmd að rífa flakið og fara inn í það með tilliti til umhverfissjónarmiða. Í raun og veru vita menn ekkert í dag hvort það séu mengandi efni um borð í flakinu og hvaða efni. Það þarf að skera úr um það í leyfisferlinu,“ sagði Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, í samtal við Vísi þann 15. apríl. Þá segir í frétt Fiskifrétta að leiga á norsku rannsóknarskipi kosti milljónir króna dag hvern. Því sé ljóst að kostnaðurinn við rannsókn skipsins innan íslenskrar lögsögu í apríl hafi verið gríðarlegur. Þannig þyki líklegt að ef um sama fyrirtæki sé að ræða og í apríl, Advanced Marine Services, séu verðmætin um borð í Minden mikils virði. Tengdar fréttir Fór úr lögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr Minden Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. 15. apríl 2017 12:14 Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Starfsleyfisumsókn frá ónafngreindu fyrirtæki hefur borist Umhverfisstofnun. Hið ónafngreinda fyrirtæki vill hefja vinnu við flak þýska skipsins Minden og fjarlægja úr því verðmæti sem talin eru vera þar. Samkvæmt frétt Fiskifrétta bendir allt til þess að félagið Advanced Marine Services sé að baki umsókninni. Advanced Marine Services bar ábyrgð á leiðangri skipsins Seabed Constructor í apríl síðastliðnum en skipið var statt hér á landi í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr þýska fraktskipinu Minden, sem sökk innan efnahagslögsögu Íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Félagið Advanced Marine Services er skráð á Cayman-eyjum en hefur starfsemi í Bretlandi. Landhelgisgæslan stefndi Seabed Constructor til hafnar á sínum tíma vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni, um 120 sjómílur suðaustur af landinu. Þá höfðu starfsmenn Landhelgisgæslu orðið þess áskynja að skipið var búið að vera um nokkurra daga skeið á sama punkti, í grennd við Minden.Umsóknin barst um viku eftir að skipið sigldi á brott Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fiskifrétta kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. Í umsókninni falast ónafngreint fyrirtæki eftir því að hefja vinnu við flak Minden í þeim tilgangi að sækja þangað verðmætan varning. Umhverfisstofnun gefur hins vegar ekki upp hvort umsóknin sé frá fyrirtækinu Advanced Marine Services. Fiskifréttir segja þó allt benda til þess að svo sé. Í svari Umhverfisstofnunar segir enn fremur að umsóknin sé í umsagnarferli sem lýkur á morgun, 14. júlí.Mynd af Seabed Constructor sem tekin var um borð í varðskipinu Þór.LandhelgisgæslanVerðmætin mögulega mikils virði Landhelgisgæslan hætti afskiptum af Seabed Constructor um miðjan apríl síðastliðinn og skipið sigldi um svipað leyti úr efnahagslögsögunni, án þess að taka með sér verðmæti úr flaki Minden. Þá var ljóst að skipið gæti ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. „Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun meta það svo að það sé leyfisskyld framkvæmd að rífa flakið og fara inn í það með tilliti til umhverfissjónarmiða. Í raun og veru vita menn ekkert í dag hvort það séu mengandi efni um borð í flakinu og hvaða efni. Það þarf að skera úr um það í leyfisferlinu,“ sagði Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, í samtal við Vísi þann 15. apríl. Þá segir í frétt Fiskifrétta að leiga á norsku rannsóknarskipi kosti milljónir króna dag hvern. Því sé ljóst að kostnaðurinn við rannsókn skipsins innan íslenskrar lögsögu í apríl hafi verið gríðarlegur. Þannig þyki líklegt að ef um sama fyrirtæki sé að ræða og í apríl, Advanced Marine Services, séu verðmætin um borð í Minden mikils virði.
Tengdar fréttir Fór úr lögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr Minden Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. 15. apríl 2017 12:14 Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32 Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41 Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Fór úr lögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr Minden Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. 15. apríl 2017 12:14
Georg segir ómögulegt að útlendingar séu að gramsa í bakgarðinum án vitneskju yfirvalda Landhelgisgæslan ákvað á föstudag á stefna rannsóknarskipinu Seabed Constuctor til hafnar. 9. apríl 2017 14:32
Reyna að varpa ljósi á dularfulla verðmætabjörgun norska rannsóknaskipsins Skipið er enn í Reykjavíkurhöfn, en ekki beinlínis í farbanni. 10. apríl 2017 10:41
Fá ekki að halda áfram rannsóknum án leyfis Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar með í för að sækja búnað sem er á vettvangi 10. apríl 2017 19:30