Nýr utanríkisráðherra sér tækifæri í útgöngu Breta úr ESB Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2017 11:29 Guðlaugur Þór Þórðarson gæti átt stefnumót við sal Öryggisráðs SÞ í framtíðinin Vísir/Ernir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson mun taka við embætti utanríkisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Nýr utanríkisráðherra leggur áherslu á fríverslun og sér tækifæri í væntanlegri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Ég er spenntur að takast á við þetta verkefni. Ég er þakklátur fyrir það verkefni sem formaðurinn og þingflokkurinn hefur sýnt mér,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en ekki liggur fyrir með hvaða hætti það verður gert. Guðlaugur Þór segir þó að þar geti leynst ákveðin tækifæri fyrir Ísland. „Bretland er eitt stærsta viðskiptaland okkkar innan ESB og þar af leiðandi eitt af okkar allra stærstu viðskiptalöndum. Forsætisráðherra Bretlands hefur gefið það skýrt út að hún vilji að Bretar verði leiðtogar í fríverslun í heimiunum. Það að fimmta stærsta efnahagskerfi heimsins sé að fara í þá áttina að fullum krafti getur skapað tækifæri sem er mikilvægt fyrir okkur og EFTA-ríkin að nýta sér,“ segir Guðlaugur Þór. Í tengslum við þetta segir Guðlaugur Þór að sem utanríkisráðherrra vilji hann leggja áherslu á fríverslun. „Fríverslun er eitthvað sem við byggjum afkomu okkar á og við værum á slæmum stað ef við hefðum ekki aðgang að erlendum mörkuðum,“ segir Guðlaugur Þór sem tekur við embætti á sama tíma og blikur eru á lofti í alþjóðamálum.Bretar stefna að því að yfirgefa Evrópusambandið.Vísir/EPAHætturnar ekki horfnar úr heiminum Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Rússa og væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skapar óvissu sem ekki hefur verið fyrir hendi frá lokum kalda stríðsins. „Við verðum að vera meðvituð hvað varðar ógnir í öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að kalda stríðið sé sem betur búið hverfa ekki hætturnar úr heiminum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gegnir embætti ráðherra en hann var heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009. Hann segir að sú reynsla muni nýtast honum vel í nýju embætti. „Það er enginn vafi á því að sú reynsla mun nýtast mér í þessu. Það er margt sem kemur manni á óvart þegar maður stígur sín fyrstu skref sem ráðherra og það er gott að vera kominn með það í reynslubankann að hafa verið ráðherra áður.“ Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51 Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson mun taka við embætti utanríkisráðherra í dag þegar ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tekur við völdum. Nýr utanríkisráðherra leggur áherslu á fríverslun og sér tækifæri í væntanlegri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Ég er spenntur að takast á við þetta verkefni. Ég er þakklátur fyrir það verkefni sem formaðurinn og þingflokkurinn hefur sýnt mér,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. Hann segir að eitt af stóru málunum verði að gæta hagsmuna Íslands í tengslum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en ekki liggur fyrir með hvaða hætti það verður gert. Guðlaugur Þór segir þó að þar geti leynst ákveðin tækifæri fyrir Ísland. „Bretland er eitt stærsta viðskiptaland okkkar innan ESB og þar af leiðandi eitt af okkar allra stærstu viðskiptalöndum. Forsætisráðherra Bretlands hefur gefið það skýrt út að hún vilji að Bretar verði leiðtogar í fríverslun í heimiunum. Það að fimmta stærsta efnahagskerfi heimsins sé að fara í þá áttina að fullum krafti getur skapað tækifæri sem er mikilvægt fyrir okkur og EFTA-ríkin að nýta sér,“ segir Guðlaugur Þór. Í tengslum við þetta segir Guðlaugur Þór að sem utanríkisráðherrra vilji hann leggja áherslu á fríverslun. „Fríverslun er eitthvað sem við byggjum afkomu okkar á og við værum á slæmum stað ef við hefðum ekki aðgang að erlendum mörkuðum,“ segir Guðlaugur Þór sem tekur við embætti á sama tíma og blikur eru á lofti í alþjóðamálum.Bretar stefna að því að yfirgefa Evrópusambandið.Vísir/EPAHætturnar ekki horfnar úr heiminum Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Rússa og væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skapar óvissu sem ekki hefur verið fyrir hendi frá lokum kalda stríðsins. „Við verðum að vera meðvituð hvað varðar ógnir í öryggis- og varnarmálum. Þrátt fyrir að kalda stríðið sé sem betur búið hverfa ekki hætturnar úr heiminum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gegnir embætti ráðherra en hann var heilbrigðisráðherra á árunum 2007-2009. Hann segir að sú reynsla muni nýtast honum vel í nýju embætti. „Það er enginn vafi á því að sú reynsla mun nýtast mér í þessu. Það er margt sem kemur manni á óvart þegar maður stígur sín fyrstu skref sem ráðherra og það er gott að vera kominn með það í reynslubankann að hafa verið ráðherra áður.“
Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51 Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01 Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02 Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það útilokað að sínu mati. 11. janúar 2017 10:51
Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sigríður Á. Andersen er nýskipaður dómsmálaráðherra. Starfið leggst vel í hana. 10. janúar 2017 22:01
Yngsta konan til að gegna ráðherraembætti: Ekki markmið að verða ráðherra fyrir þrítugt Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er nýskipaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórdís sem er 29 ára gömul er yngsta konan frá upphafi til að gegna ráðherrastöðu hér á landi. 10. janúar 2017 23:02
Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. 11. janúar 2017 11:05
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent