Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2017 19:00 Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að hún hafi ekki verið upplýst um áform ráðherrans og í stað þess að einkavæða Ármúlaskóla ætti að fara í heildarstefnumörkun á málefnum framhaldsskólanna. Þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis spurðu menntamálaráðherra í þaula út í áform um sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla á fundi nefndarinnar í morgun. Menntamálaráðherra sagði stefnt að því að niðurstaða lægi fyrir í þessum mánuði. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu eftir fundinn með Kristjáni Þór Júlíussyni menntamálaráðherra þar sem vinnubrögð hans voru gagnrýnd harðlega. Ráðherrann hafi ekki getað staðfest að réttindi starfsmanna Ármúlaskóla yrðu tryggð ef af yfirtöku Tækniskólans yrði og að nemendur skólans bæru engan skaða af framkvæmdinni. Ráðherra sagði þetta eitt af því sem verið væri að skoða áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. „Ég geri bara einfaldlega ráð fyrir því að starfsmenn allir muni halda sínum og kjörum óbreyttum. Þetta er atriði sem liggja fyrirmæli um að verði krufin til mergjar í þeirri vinnu sem stendur yfir,“ sagði Kristján Þór. Ráðherrann sagði hins vegar ljóst að ákvörðunarvaldið um framhaldið lægi hjá honum samkvæmt lögum og verið væri að skoða þennan kost til að bæta sérstaklega starfs -og verknám sem væri í báðum þessum skólum og bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastiginu. Hann var spurður hvort rétt væri að drög að samningi lægju þegar fyrir. Kristján Þór sagðist hafa reiknað með að allir nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir í þessum mánuði og ef að yrði reiknaði hann með að sameinaður skóli taki til starfa í haust. „Og ef það ætti að gerast þá verða öll gögn að vera klár til þeirrar gjörðar. Þar með talið væntanlegur samningur ef svarið yrði já. Þannig að eðlilega eru til drög að slíkum samningi ef niðurstaðan verði slík,“ sagði menntamálaráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu að hún hafi ekki verið upplýst um þessi áform þótt stjórnarliðar hafi vitað af þeim. Í stað þess að taka þessa tvo skóla út, væri ekki farið í heildarstefnumörkun um framhaldsskólastigið. Þetta væri pólitísk ákvörðun um einkavæðingu hluta framhaldsskólakerfisins. Ráðherra sagði engar greiðslur fara fram vegna þessa ef að yrði. Allar eignir skólanna væru og yrðu áfram í eigu ríkisins. „Það er ekki verið að selja skóla. Það er ekki verið að stofna nýjan skóla heldur. Hugsunin er einfaldlega sú að vinna þetta með þeim hætti, ef niðurstaðan verður sú að það sé æskilegt að gera þetta, að Tækniskólinn taki yfir þann rekstur sem í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira