Agnes M. Sigurðardóttir biskup leggur til við kirkjuþing sem nú starfar, að svonefnt Hlíðahverfi á gamla vallarsvæði Bandaríkjahers verði látið tilheyra Keflavíkursókn.
„Um er að ræða svæði sem tilheyrði gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og var þannig í reynd utan kirkjusókna þjóðkirkjunnar. Fyrirhugað er að á svæðinu rísi nýtt íbúðarhverfi, svonefnt Hlíðahverfi. Er ráðgert að um 1.100 manns verði búsett þar þegar hverfið verður fullbyggt. Eins og nánar kemur fram í erindinu er eðlilegt hvað varðar skólahverfi, póstnúmer, staðhætti og önnur innviðatengsl að svæðið tilheyri Keflavíkursókn,“ segir í tillögunni.
Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember.
„Sú dagsetning miðast við að öll ráðstöfun sóknargjalda og réttindi sóknarmanna miðast við 1. desember ár hvert. Er því eðlilegt að gildistakan miðist við þennan dag,“ segir í tillögu biskups. Ríkið greiðir um 11.000 krónur í sóknargjöld árlega fyrir hvern meðlim trúfélags sem þar er skráður 1. desember.
Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn

Tengdar fréttir

Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga.

Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi
Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni.

Sakaði Geir um brot á trúnaði
Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta.