Alvarleg trampólínslys mun algengari en áður Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2017 06:00 Margir koma á Landspítala eftir trampólíntengd slys. vísir/eyþór Í september og október á þessu ári komu 50 trampólíntengd slys inn á bráðamóttöku Landspítalans samanborið við aðeins átta slys á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir mörg alvarleg slys koma úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brink„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á trampólínslysum miðað við það sem áður hefur verið. Við sjáum marga þeirra sem koma til okkar koma úr þessum trampólíngarði sem kallast Partý húsið. Þetta haust erum við að sjá allt að tíföldun á einstökum vikum en þetta hafa verið afar árstíðabundin slys,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst. Við erum að sjá þetta halda núna áfram inn í veturinn og mörg slys koma frá einum stað.“ Jón Magnús segir einnig að slysin séu alvarlegri þar sem líkur eru á að börn jafni sig aldrei að fullu eftir þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar eru sammála um að endurtekin alvarleg trampólínslys hafa aukist mjög mikið í haust. Þá erum við að tala um alvarleg beinbrot og höfuðáverka. Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda þar sem ekki er útséð með að börnin nái sér að fullu.“ Fréttablaðið reyndi að leita skýringa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn sagði að eigandinn svaraði spurningum sem þessum. Þegar fréttmaður óskaði þess að fá samband við eigandann eða fá símanúmer hans var símtalinu slitið. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið nokkrar athugasemdir frá foreldrum eftir viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþreying fyrir börn og fullorðna sprettur hratt upp um þessar mundir og því þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur að þessum málaflokki. Ég hins vegar fullyrði að stjórnvöld hafa engan áhuga á slysavörnum á Íslandi í dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Í september og október á þessu ári komu 50 trampólíntengd slys inn á bráðamóttöku Landspítalans samanborið við aðeins átta slys á sama tímabili í fyrra. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir mörg alvarleg slys koma úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brink„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á trampólínslysum miðað við það sem áður hefur verið. Við sjáum marga þeirra sem koma til okkar koma úr þessum trampólíngarði sem kallast Partý húsið. Þetta haust erum við að sjá allt að tíföldun á einstökum vikum en þetta hafa verið afar árstíðabundin slys,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur oft byrjað í apríl og svo tekið dýfu aftur í ágúst. Við erum að sjá þetta halda núna áfram inn í veturinn og mörg slys koma frá einum stað.“ Jón Magnús segir einnig að slysin séu alvarlegri þar sem líkur eru á að börn jafni sig aldrei að fullu eftir þessi slys. „Bæklunarlæknar okkar eru sammála um að endurtekin alvarleg trampólínslys hafa aukist mjög mikið í haust. Þá erum við að tala um alvarleg beinbrot og höfuðáverka. Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda þar sem ekki er útséð með að börnin nái sér að fullu.“ Fréttablaðið reyndi að leita skýringa hjá fyrirtækinu. Framkvæmdastjórinn sagði að eigandinn svaraði spurningum sem þessum. Þegar fréttmaður óskaði þess að fá samband við eigandann eða fá símanúmer hans var símtalinu slitið. Herdís Storgaard hjá Slysavarnahúsi segist hafa fengið nokkrar athugasemdir frá foreldrum eftir viðskipti við fyrirtækið. „Ný afþreying fyrir börn og fullorðna sprettur hratt upp um þessar mundir og því þurfa stjórnvöld að hlúa mun betur að þessum málaflokki. Ég hins vegar fullyrði að stjórnvöld hafa engan áhuga á slysavörnum á Íslandi í dag, það er miður,“ segir Herdís. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira