Hannes var kvalinn á morfíni í heila viku: Komst varla á klósettið sjálfur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 11:30 Hannes Þór var klár í slaginn fyrir EM og var þar einn besti maður íslenska liðsins. vísir/eyþór Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira