Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Vigdís Diljá Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 14:39 Frá Jökulsárlóni þar sem slysið varð í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun. Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun.
Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58