Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Vigdís Diljá Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 14:39 Frá Jökulsárlóni þar sem slysið varð í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun. Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Eiginmaður kanadískrar konu sem lést við Jökulsárlón í ágúst 2015 þegar hjólabátur bakkaði yfir hana náði rétt að forða sjálfum sér undan bátnum. Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Slysið varð þegar ákærði ók bátnum yfir konuna sem lést samstundis. Eiginmaður konunnar og sonur þeirra, sem var með í för á slysdegi, báru báðir vitni í gegnum síma í dag. Fjölskyldan var í þyrluferð í Jökulsárlóni þennan dag. Þau stóðu á stóru malarplani og biðu þess að þyrlan, sem hafði farið til að ná í eldsneyti, kæmi aftur. „Við stöndum þarna þrjú saman og horfum á þyrluna. Þetta er stórt svæði, það var enginn í kringum okkur, engin skilti og engin girðing.“Bakkmyndavélin biluð Báturinn sem ákærði stýrði er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani þegar ákærði bakkaði bátnum og hugðist í framhaldi sigla á lóninu. Í skýrslutöku ákærða kom fram að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunar sem lést sagði að fjölskyldan hefði staðið framan við þyrluna eftir að hún lenti og beðið eftir að spaðarnir myndu stöðvast. „Allt í einu bakkaði farartæki á okkur. Þetta gerðist svo hratt. Ég og konan mín féllum niður.“ Sonur hjónanna fékk bátinn í sig en féll ekki.Svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis Eiginmaðurinn lýsti því hvernig hann hefði rétt náð að forða sjálfum sér. Hann hafi legið á bakinu og náð að snúa sér þannig að farartækið hafi ekið rétt fram hjá nefinu á honum. ,,Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Ákærða er gefið að sök að hafa ekki sýnt nægilega aðgæslu þegar hann bakkaði bátnum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun.
Tengdar fréttir Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Segir kanadísku konuna hafa sýnt af sér vítavert gáleysi Treysti á leiðbeiningar frá starfsmanni á palli sem átti að fylgjast með því sem var fyrir aftan hjólabátinn við Jökulsárlón. 21. september 2017 15:28
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58