Rússar sakaðir um áróður vegna Brexit Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 22:07 Vísir/AFP Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði. Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Rúmlega 150 þúsund rússneskir Twitter-reikningar voru notaðir til að birta og dreifa tugum þúsunda færslna þar sem Bretar voru hvattir til að kjósa með úrgöngu úr Evrópusambandinu. Þar af eru rúmlega 400 reikningar sem Twitter hefur sagt vera á beinum vegum yfirvalda í Rússlandi. Þetta eru niðurstöður tveggja mismunandi rannsókna og eru þær til marks um sterkar vísbendingar um að yfirvöld í Rússlandi hafi notað samfélagsmiðla til að hafa áhrif á stjórnmál í Bretlandi, eins og þeir hafa einnig gert í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Einungis tveir dagar eru frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa um að beita tölvuárásum og áróðri á netinu til að grafa undan frjálsum samfélögum og ýta undir deilur í vestrænum ríkjum. Margar af færslunum gerðu út á andúð á múslimum og innflytjendum.Samkvæmt frétt New York Times segja Bretar að á undanförnu ári hafi útsendarar Rússlands gert tölvuárásir á dreifikerfi Bretlands, símafyrirtækið og samgöngur.Aðrar rannsóknir á afskiptum Rússa eru þó ekki jafn afgerandi og fundu rannsakendur mismarga reikninga sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Einn hópur fann einungis fimmtíu, samkvæmt frétt Guardian.Rannsakendurnir gagnrýna þó allir fyrirtækið Twitter fyrir að vilja ekki veita rannsakendum aðgang að gögnum sem þeir segjast þurfa. Umræddir rannsakendur notuðu margir hverjir lista sem Twitter afhenti þingmönnum í Bandaríkjunum yfir reikninga sem fyrirtækið tengdi við rússnesku stofnunina Internet Research Agency. Sú stofnun hefur einnig verið kölluð tröllaverksmiðja Rússlands og mun fjöldi manna vinna þar við að dreifa áróðri frá stjórnvöldum Rússlands. Rannsakendurnir sem fundu 156.252 aðganga sem dreifðu áróðri segja að rússneska sé skráð tungumál þeirra sem eigi reikningana en hins vegar hafi allar færslur þeirra sem voru gegn Evrópusambandinu verið á ensku. Enn fremur segja þeir að reikningarnir hafi farið á fullt einungis tveimur dögum fyrir kosningarnar 24. júní í fyrra. Þar áður hafi þeir ekki birt margar færslur um Brexit. Yfirvöld Í Bretlandi hafa ekki farið sömu leið og yfirvöld í Bandaríkjunum varðandi það að fá svör frá þeim fyrirtækjum sem reka helstu samfélagsmiðla heimsins eins og Facebook, Twitter og Google um áróður á miðlum þeirra. Sérstök þingnefnd hefur beðið sent spurningar til fyrirtækjanna. Gagnrýnendur segja þó að ríkisstjórn Bretlands, sem er nú í samningaviðræðum við ESB um úrgöngu ríkisins, vilji ekki grafa undan eigin umboði.
Brexit Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03
Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Twitter og Facebook hafa nú bæði viðurkennt að umsvif Rússa á miðlunum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafi verið mun meiri en áður hefur komið fram. 31. október 2017 10:28