Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:25 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, í eldhúsdagsumræðunum. Vísir/Stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. „En það breytist ekkert nema að það sé alvöru þrýstingur á þingið utanfrá. Rétt eins og Costco er að þrýsta verðinu niður í öðrum búðum, sem utanaðkomandi aðili, þá er þrýstingur frá almenningi það sem þarf til að búa til réttlátara samfélag,“ sagði Birgitta í ræðu sinni. Hún ræddi sérstaklega samstöðu neytenda í kringum Costco og umbætur á heilbrigðiskerfinu. Þá varaði hún þó við því að samfélagið væri nú statt í hagsældarbólu. „Samstöðuna og samvinnuna er mjög mikilvæg að halda áfram að þroska og þróa sér í lagi vegna þess að það eru mörg teikn á lofti um að við séum á hættulegum stað í hagsældarbólu, bóla sem hafði mjög jákvæð áhrif rétt eftir hrun en neikvæð áhrif þennslunar eru farin að láta á sér kræla. Það er eðli bóluhagkerfis að það hjaðnar yfirleitt, en sko, bólur eru líka stundum graftarkýli og graftarkýli þarf stundum að stinga á og hreinsa vel og vandlega með sótthreinsandi efnum.” Birgitta kallaði einnig eftir því að kjósendur væru tilbúnir til endurreisnar ef samfélagið stefndi í annað hrun. „Mig langar svo að gera eitthvað magnað, með ykkur, vera tilbúin með kistu hugmynda og útfærslna að betra samfélagi ef allt hrynur saman aftur, eins og gerist oft á Íslandi.“ Þá lagði Birgitta áherslu á kerfisbreytingar sem Píratar boðuðu í adraganda kosninga. Hún ræddi einnig stefnumál Pírata, þar á meðal að efna loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og stöðva fjársvelti heilbrigðis og menntakerfis með því að „hætta að refsa veiku fólki.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. „En það breytist ekkert nema að það sé alvöru þrýstingur á þingið utanfrá. Rétt eins og Costco er að þrýsta verðinu niður í öðrum búðum, sem utanaðkomandi aðili, þá er þrýstingur frá almenningi það sem þarf til að búa til réttlátara samfélag,“ sagði Birgitta í ræðu sinni. Hún ræddi sérstaklega samstöðu neytenda í kringum Costco og umbætur á heilbrigðiskerfinu. Þá varaði hún þó við því að samfélagið væri nú statt í hagsældarbólu. „Samstöðuna og samvinnuna er mjög mikilvæg að halda áfram að þroska og þróa sér í lagi vegna þess að það eru mörg teikn á lofti um að við séum á hættulegum stað í hagsældarbólu, bóla sem hafði mjög jákvæð áhrif rétt eftir hrun en neikvæð áhrif þennslunar eru farin að láta á sér kræla. Það er eðli bóluhagkerfis að það hjaðnar yfirleitt, en sko, bólur eru líka stundum graftarkýli og graftarkýli þarf stundum að stinga á og hreinsa vel og vandlega með sótthreinsandi efnum.” Birgitta kallaði einnig eftir því að kjósendur væru tilbúnir til endurreisnar ef samfélagið stefndi í annað hrun. „Mig langar svo að gera eitthvað magnað, með ykkur, vera tilbúin með kistu hugmynda og útfærslna að betra samfélagi ef allt hrynur saman aftur, eins og gerist oft á Íslandi.“ Þá lagði Birgitta áherslu á kerfisbreytingar sem Píratar boðuðu í adraganda kosninga. Hún ræddi einnig stefnumál Pírata, þar á meðal að efna loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu og stöðva fjársvelti heilbrigðis og menntakerfis með því að „hætta að refsa veiku fólki.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58