Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 18:45 Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira