Rannveig Rist segir að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2017 21:00 Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi. VÍSIR/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar aðfaranótt 5. ágúst árið 2009. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið en um nóttina höfðu verið unnin skemmdarverk á heimili Rannveigar í Garðabæ. Málningu var skvett á íbúðarhúsið og þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn þann 5. ágúst skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Sjá einnig: Rannveig særð í andliti eftir sýruárás„Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás,“ segir Rannveig í samtali við RÚV um árásina. Hún telur að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni en Rio Tinto telji þetta alvarlegustu árás sem gerð hafi verið á starfsmann þess á Vesturlöndum frá upphafi. Börnin heima þegar árásin átti sér staðStefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi eftir atvikið árið 2009 að málið væri litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Á þessum tíma hafði lögreglan til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk höfðu verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Hún kærði þann úrskurð en það var líka látið niður falla. Rannveig segir að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi þegar skemmdarverkin og árásin áttu sér stað og voru börnin hennar tvö á heimilinu, það yngra átta ára. Rannveig segir að málið hafi fengið mjög á fjölskylduna en búið var að mála veggina um nóttina þar sem börnin sváfu og utan á húsið var málað: „Hér býr illvirki.“Almennur ótti í þjóðfélaginuHún furðar sig á því að enginn hafi mótmælt því að slíkar árásir hafi verið gerðar hér á landi en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það hafi svo verið stór samkoma á Íslandi nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum. „Mér finnst raunverulega bara almennt í þjóðfélaginu að það stóð enginn upp gegn þessu, þeim tókst þessum aðilum sem voru þarna að verki í þessum hömlulausu aðgerðum að hræða ansi marga. Þannig að lögreglan og alþingismenn og þeir sem hefðu átt að bregðast við og standa upp við svona þorðu því ekki af ótta við að lenda í svona sjálfir. Mér fannst vera almennur ótti í þjóðfélaginu og menn lögðu ekki í málið. Vegna þess að það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega." Rannveig segir við RÚV að hún fagni #MeToo umræðunni sem núna er í gangi og segir hana þarfa og tímabæra. „Ég held að það sé ágætt að menn átti sig á því að það er alveg kominn tími á að konur séu meðhöndlaðar með sama hætti og karlmenn. Ég ætla ekki að óska körlunum að þeir séu meðhöndlaðir með sama hætti og konur." MeToo Tengdar fréttir Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar aðfaranótt 5. ágúst árið 2009. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið en um nóttina höfðu verið unnin skemmdarverk á heimili Rannveigar í Garðabæ. Málningu var skvett á íbúðarhúsið og þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn þann 5. ágúst skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Sjá einnig: Rannveig særð í andliti eftir sýruárás„Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás,“ segir Rannveig í samtali við RÚV um árásina. Hún telur að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni en Rio Tinto telji þetta alvarlegustu árás sem gerð hafi verið á starfsmann þess á Vesturlöndum frá upphafi. Börnin heima þegar árásin átti sér staðStefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi eftir atvikið árið 2009 að málið væri litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Á þessum tíma hafði lögreglan til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk höfðu verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Hún kærði þann úrskurð en það var líka látið niður falla. Rannveig segir að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi þegar skemmdarverkin og árásin áttu sér stað og voru börnin hennar tvö á heimilinu, það yngra átta ára. Rannveig segir að málið hafi fengið mjög á fjölskylduna en búið var að mála veggina um nóttina þar sem börnin sváfu og utan á húsið var málað: „Hér býr illvirki.“Almennur ótti í þjóðfélaginuHún furðar sig á því að enginn hafi mótmælt því að slíkar árásir hafi verið gerðar hér á landi en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það hafi svo verið stór samkoma á Íslandi nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum. „Mér finnst raunverulega bara almennt í þjóðfélaginu að það stóð enginn upp gegn þessu, þeim tókst þessum aðilum sem voru þarna að verki í þessum hömlulausu aðgerðum að hræða ansi marga. Þannig að lögreglan og alþingismenn og þeir sem hefðu átt að bregðast við og standa upp við svona þorðu því ekki af ótta við að lenda í svona sjálfir. Mér fannst vera almennur ótti í þjóðfélaginu og menn lögðu ekki í málið. Vegna þess að það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega." Rannveig segir við RÚV að hún fagni #MeToo umræðunni sem núna er í gangi og segir hana þarfa og tímabæra. „Ég held að það sé ágætt að menn átti sig á því að það er alveg kominn tími á að konur séu meðhöndlaðar með sama hætti og karlmenn. Ég ætla ekki að óska körlunum að þeir séu meðhöndlaðir með sama hætti og konur."
MeToo Tengdar fréttir Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15
#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30