Stevan Jovetic skoraði einnig í 3-3 jafntefli liðanna á sama leikvangi í spænska bikarnum á fimmtudagskvöldið og komst með þessum tveimur mörkum í fámennan hóp.
Meðlimir í klúbbnum eru ásamt Stevan Jovetic þeir Diego Maradona (með Barcelona 1983) Felipe (1989) Giovanni (1997) og Lionel Messi (með Barcelona 2011).
Þeir eru þeir einu sem hafa náð að skora í tveimur leikjum á móti Real Madrid með aðeins þriggja daga millibili.
Þetta eru einmitt fyrstu leikir Stevan Jovetic með spænska liðinu og jafnframt þeir fyrstu hjá honum í spænska boltanum. Ekki slæmt að skora tvisvar á þremur dögum á móti toppliðinu sem jafnframt er Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða.
Stevan Jovetic er nýkominn til Sevilla á láni frá ítalska félaginu Internazionale en margir muna eftir því þegar Jovetic var hjá Manchester City þar sem hann skorað 8 mörk í 28 leikjum frá 2013 til 2015.

Últimos q le marcaron al Madrid en 2 partidos distintos en 3 días:
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) January 15, 2017
Maradona (1983)
Felipe (1989)
Giovanni (1997)
Messi (2011)
JOVETIC (2017)