Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 14:17 Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags. Vísir Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Jón Mýrdal, vert á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu, segir allt gert til að aðstoða lögreglu við leitina að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið í tæplega sextíu klukkustundir eða frá því fimm aðfaranótt laugardags. Lögregla hafi fengið gögn úr eftirlitsmyndakerfi Húrra á laugardagskvöldið. Á tólfta tímanum á laugardagskvöldið lýsti lögregla svo formlega eftir Birnu. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann er sjálfur staddur erlendis en vel inni í málum. Ekki hafi enn verið teknar skýrslur af starfsfólki sem stóð vaktina á Húrra þetta kvöld. Hann á þó von á því að það verði gert.Útgangspunktur leitarinnar sérhæfðra björgunarsveitarmanna er Laugavegur 31 þar sem síðast sást til Birnu á eftirlitsmyndavélum.vísir/loftmyndirHann hafi strax á laugardagskvöldið, eftir að lögregla lýsti eftir Birnu, útvegað gögn úr eftirlitsmyndavél staðarins. „Það sést betur í myndavélakerfinu við hverja hún var í samskiptum við,“ segir Jón. Birna yfirgaf Húrra um fimmleytið og síðast sást til hennar í kringum Laugaveg 31, þar sem Kirkjuhúsið er til húsa. Aðspurður hvort eitthvað sérstakt hafi verið um að vera á Húrra umrætt kvöld og nótt segir Jón að Grapevine hafi afhent tónlistarverðlaun sín fyrr um kvöldið. Birna hafi þó líklega mætt eftir að því var lokið en plötusnúður hafi spilað tónlist um nóttina, eins og venjulega. Húrra lokar klukkan hálf fimm um helgar en svo tekur tíma fyrir fólk að yfirgefa staðinn að sögn Jóns. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn ganga nú um miðbæ Reykjavíkur og leita innan 300 metra radíus. Hvarf hennar er ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24 Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36 Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Sérhæft björgunarsveitarfólk kallað út til að leita að Birnu Sérhæft björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. 16. janúar 2017 11:24
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Ökumaður rauða bílsins enn ekki gefið sig fram Lögregla reynir að fylgja öllum vísbendingum. 16. janúar 2017 11:36
Leitað í 300 metra radíus: „Allt opnað sem hægt er að opna“ Á fjórða tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna leita nú að Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur. 16. janúar 2017 12:52