Ef einhver hélt að dómararnir væru slakir á Íslandi, komiði þá til Ítalíu Anton Ingi Leifsson skrifar 9. október 2017 07:30 Berglind Björg var þriðji markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðasta tímabili. vísir/ernir „Það var virkilega gott að skora strax. Það er ágætis pressa á mér hérna úti þannig það var mikill léttir að skora þetta mark og að þetta hafi verið sigurmark gerir þetta ennþá sætara,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem gekk á dögunum í raðir Verona í ítölsku úrvalsdeildinni. Hún skoraði strax í öðrum leik sínum fyrir félagið, sigurmark gegn Zaccaria. Hún segist kunna vel við sig á Ítalíu. „Lífið á Ítalíu er bara nokkuð fínt. Ég er enn að koma mér inn í hlutina hérna og það er ennþá að venjast að borða klukkan 21.00 til dæmis. Ítalirnir eru mjög vingjarnlegir og vilja allt fyrir mann gera en enskan er ekki góð. Verona er ein fallegasta borg sem ég hef séð komið til; maturinn og kaffið er upp á tíu.“ Eyjamærin segir að munurinn milli deildanna, íslensku og ítölsku, sé mikill og að hann hafi á einhvern hátt komið sér dálítið á óvart hversu mikill hann sé. „Þessar deildir eru eins og svart og hvítt. Ég hélt það væri ekki svona mikill munur á þessum deildum, en það er meiri hraði hér og leikmennirnir eru teknískari. Hér er spilaður meiri samba bolti, en deildin heima er meira „kick and run“. Leikmennirnir hér eru þó mikið að kasta sér niður við engar snertingar, en dómararnir eru búnir að fá falleinkunn í síðustu leikjum. Ef einhver hélt að dómararnir væru slakir á Íslandi, komiði þá til Ítalíu,“ sagði Berglind. Að hennar sögn eru aðstæður hjá Verona eins og best verður á kosið. „Umgjörðin og allt í kringum Verona er mjög flott. Það eru tíu manna starfslið á öllum æfingum og nokkrir þeirra líta út eins og þeir séu í mafíunni. Þjálfarinn kemur á völlinn þegar við erum búnar að hita upp og gera styrktaræfingar og fer áður en æfingunni lýkur. Það er öðruvísi en ég þekki, en hann talar enga ensku. Ég þarf að vera fljót að læra ítölsku því mér finnst allt sem hann segir vera mikilvægt, slík er ástríðan og handahreyfingarnar.“ Berglind segir að henni hafi staðið ýmsir kostir til boða í atvinnumennskunni. „Það voru fleiri lið sem sýndu áhuga. Ég var orðin mjög spennt fyrir einu liði en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Berglind. En hvaða lið var það? „Það var stórlið á Englandi, en ég get ekki farið nánar út í það. Vonandi mun ég bara eiga gott tímabil hérna úti, þá opnast dyr.“ Berglind hefur verið inn og út úr byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hún vonast til að tími sinn hjá Verona muni hjálpa henni að festa sig í sessi í landsliðinu. „Þetta mun hjálpa mér upp á landsliðið að gera. Að koma út og fá nýtt áreiti gerir manni bara gott. Það eru spennandi tímar fram undan með landsliðinu og mér finnst ég eiga helling inni. Ef þessi breyting hjálpar mér að verða betri væri það frábært.“ Berglind reiknar með að snúa heim í Breiðablik þegar samningurinn við Verona rennur út, þann 12. maí á næsta ári, en hún er á láni frá Breiðabliki á Ítalíu. „Ég er enn samningsbundin Breiðabliki og stefni á að koma heim til Íslands í maí og spila. Maður veit þó aldrei hvað gerist í millitíðinni,“ sagði Berglind að lokum. Fótbolti Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
„Það var virkilega gott að skora strax. Það er ágætis pressa á mér hérna úti þannig það var mikill léttir að skora þetta mark og að þetta hafi verið sigurmark gerir þetta ennþá sætara,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem gekk á dögunum í raðir Verona í ítölsku úrvalsdeildinni. Hún skoraði strax í öðrum leik sínum fyrir félagið, sigurmark gegn Zaccaria. Hún segist kunna vel við sig á Ítalíu. „Lífið á Ítalíu er bara nokkuð fínt. Ég er enn að koma mér inn í hlutina hérna og það er ennþá að venjast að borða klukkan 21.00 til dæmis. Ítalirnir eru mjög vingjarnlegir og vilja allt fyrir mann gera en enskan er ekki góð. Verona er ein fallegasta borg sem ég hef séð komið til; maturinn og kaffið er upp á tíu.“ Eyjamærin segir að munurinn milli deildanna, íslensku og ítölsku, sé mikill og að hann hafi á einhvern hátt komið sér dálítið á óvart hversu mikill hann sé. „Þessar deildir eru eins og svart og hvítt. Ég hélt það væri ekki svona mikill munur á þessum deildum, en það er meiri hraði hér og leikmennirnir eru teknískari. Hér er spilaður meiri samba bolti, en deildin heima er meira „kick and run“. Leikmennirnir hér eru þó mikið að kasta sér niður við engar snertingar, en dómararnir eru búnir að fá falleinkunn í síðustu leikjum. Ef einhver hélt að dómararnir væru slakir á Íslandi, komiði þá til Ítalíu,“ sagði Berglind. Að hennar sögn eru aðstæður hjá Verona eins og best verður á kosið. „Umgjörðin og allt í kringum Verona er mjög flott. Það eru tíu manna starfslið á öllum æfingum og nokkrir þeirra líta út eins og þeir séu í mafíunni. Þjálfarinn kemur á völlinn þegar við erum búnar að hita upp og gera styrktaræfingar og fer áður en æfingunni lýkur. Það er öðruvísi en ég þekki, en hann talar enga ensku. Ég þarf að vera fljót að læra ítölsku því mér finnst allt sem hann segir vera mikilvægt, slík er ástríðan og handahreyfingarnar.“ Berglind segir að henni hafi staðið ýmsir kostir til boða í atvinnumennskunni. „Það voru fleiri lið sem sýndu áhuga. Ég var orðin mjög spennt fyrir einu liði en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Berglind. En hvaða lið var það? „Það var stórlið á Englandi, en ég get ekki farið nánar út í það. Vonandi mun ég bara eiga gott tímabil hérna úti, þá opnast dyr.“ Berglind hefur verið inn og út úr byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hún vonast til að tími sinn hjá Verona muni hjálpa henni að festa sig í sessi í landsliðinu. „Þetta mun hjálpa mér upp á landsliðið að gera. Að koma út og fá nýtt áreiti gerir manni bara gott. Það eru spennandi tímar fram undan með landsliðinu og mér finnst ég eiga helling inni. Ef þessi breyting hjálpar mér að verða betri væri það frábært.“ Berglind reiknar með að snúa heim í Breiðablik þegar samningurinn við Verona rennur út, þann 12. maí á næsta ári, en hún er á láni frá Breiðabliki á Ítalíu. „Ég er enn samningsbundin Breiðabliki og stefni á að koma heim til Íslands í maí og spila. Maður veit þó aldrei hvað gerist í millitíðinni,“ sagði Berglind að lokum.
Fótbolti Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira