Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 19:15 Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira