Stafræn íslenska fær átta milljóna setninga stuðning Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2017 13:47 Brynju Baldursdóttir framkvæmdastjóra Creditinfo og Steinþór Steingrímsson Vísir/Anton Brink Creditinfo afhenti í dag Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gögn til uppbyggingar stafrænnar íslensku. Um er að ræða tæplega 8 milljónir setninga frá talaðri og ritaðri íslensku sem verður undirstaðan í stafrænum textagrunni sem Árnastofnun er að setja á laggirnar til stuðnings við stafrænar tæknilausnir. Þróun og notkun snjalltækja sem taka við skipunum á mæltu máli er hröð og því er mikilvægt að hægt sé að eiga samtal við tækin á íslenskri tungu. Stafræni gagnagrunnur Árnastofnunar hefur fengið heitið Risamálheild en málheildir fela í sér upplýsingar um það hvernig tiltekið tungumál gefur vísbendingar um orðaforða, málfræði og setningagerð. Jafnframt gegna þær veigamiklu hlutverki í uppbyggingu máltæknibúnaðar og þýðingarforrita sem eru grundvöllur þess að hægt sé að þróa tæknilausnir líkt og mállíkön sem eru notuð við talgreiningu og talgervingu sem byggja á íslensku. Framtíð íslenskunnar byggir meðal annars á því að hún sé gjaldgeng á sviði upplýsingatækninnar og er það meginástæða fyrir stofnun og rekstri Risamálheildarinnar. Mikil vinna er framundan við uppsetningu stafræna textagrunnsins enda fyrirhugað að Risamálheildin geymi allt að eitt þúsund milljónir orða sem verða aðgengileg til leitar ásamt því sem þau verða aðgengileg á xml-sniði til nota í máltækniverkefnum. „Risamálheildin mun byggja á safni af opinberum textum og gögnin sem Creditinfo hefur afhent Árnastofnun eru umfangsmikil og fjölbreytileg. Vonandi mun það auðvelda stofnuninni að setja Risamálheildina á laggirnar enda mikilvægt fyrir Íslendinga að geta þróað tæknilausnir á íslensku,“ segir Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo. „Stafræn gögn, textar og hljóðupptökur, eru forsenda fyrir þróun alls máltæknibúnaðar fyrir íslensku. Gögnin eru notuð til að afla nákvæmra upplýsinga um íslenskt mál og notkun þess, tíðni orða og orðasambanda, beygingar, setningagerð o.s.frv. Gögnin frá Creditinfo eru mjög mikilvæg vegna þess að þau hafa að geyma nýja og nýlega texta af ýmsu tagi sem gefa góða mynd af því hvernig íslenskt ritmál er um þessar mundir,“ segir Steinþór Steingrímsson hjá Árnastofnun. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Amazon vill fá íslenskan málfræðing til starfa Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. 27. mars 2017 11:18 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Creditinfo afhenti í dag Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gögn til uppbyggingar stafrænnar íslensku. Um er að ræða tæplega 8 milljónir setninga frá talaðri og ritaðri íslensku sem verður undirstaðan í stafrænum textagrunni sem Árnastofnun er að setja á laggirnar til stuðnings við stafrænar tæknilausnir. Þróun og notkun snjalltækja sem taka við skipunum á mæltu máli er hröð og því er mikilvægt að hægt sé að eiga samtal við tækin á íslenskri tungu. Stafræni gagnagrunnur Árnastofnunar hefur fengið heitið Risamálheild en málheildir fela í sér upplýsingar um það hvernig tiltekið tungumál gefur vísbendingar um orðaforða, málfræði og setningagerð. Jafnframt gegna þær veigamiklu hlutverki í uppbyggingu máltæknibúnaðar og þýðingarforrita sem eru grundvöllur þess að hægt sé að þróa tæknilausnir líkt og mállíkön sem eru notuð við talgreiningu og talgervingu sem byggja á íslensku. Framtíð íslenskunnar byggir meðal annars á því að hún sé gjaldgeng á sviði upplýsingatækninnar og er það meginástæða fyrir stofnun og rekstri Risamálheildarinnar. Mikil vinna er framundan við uppsetningu stafræna textagrunnsins enda fyrirhugað að Risamálheildin geymi allt að eitt þúsund milljónir orða sem verða aðgengileg til leitar ásamt því sem þau verða aðgengileg á xml-sniði til nota í máltækniverkefnum. „Risamálheildin mun byggja á safni af opinberum textum og gögnin sem Creditinfo hefur afhent Árnastofnun eru umfangsmikil og fjölbreytileg. Vonandi mun það auðvelda stofnuninni að setja Risamálheildina á laggirnar enda mikilvægt fyrir Íslendinga að geta þróað tæknilausnir á íslensku,“ segir Brynja Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo. „Stafræn gögn, textar og hljóðupptökur, eru forsenda fyrir þróun alls máltæknibúnaðar fyrir íslensku. Gögnin eru notuð til að afla nákvæmra upplýsinga um íslenskt mál og notkun þess, tíðni orða og orðasambanda, beygingar, setningagerð o.s.frv. Gögnin frá Creditinfo eru mjög mikilvæg vegna þess að þau hafa að geyma nýja og nýlega texta af ýmsu tagi sem gefa góða mynd af því hvernig íslenskt ritmál er um þessar mundir,“ segir Steinþór Steingrímsson hjá Árnastofnun.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00 Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Amazon vill fá íslenskan málfræðing til starfa Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. 27. mars 2017 11:18 Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Vandi íslenskunnar vekur heimsathygli Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um þá hættu sem steðja að íslenskri tungu eftir að Vigdís Finnbogadóttur varaði við því að íslenskan hæti hlotið sömu örlög og latínan. 24. apríl 2017 11:00
Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02
Amazon vill fá íslenskan málfræðing til starfa Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. 27. mars 2017 11:18
Íslenska á tölvuöld: Rannsaka áhrif snjalltækja á máltöku íslenskra barna Stærsti styrkur í sögu Hugvísindasviðs fer í að „sjúkdómsgreina“ málið. 29. júní 2016 10:00
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30