Tugmilljarða gat í heilbrigðisþjónustunni Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2017 20:30 Stjórnendur Landspítalans hafa áhyggjur af stöðu mála. vísir/vilhelm Tugi milljarða vantar í íslenska heilbrigðisþjónustu til að hún standist samanburð við hin Norðurlöndin að mati forráðamanna Landspítalans. Nái fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga óbreytt, verði að skera niður þjónustu upp á um fimm milljarða á næsta ári. Áhrifin verði alvarleg bæði til lengri og skemmri tíma. Forráðamenn Landspítalans drógu upp vægast sagt dökka mynd af stöðu spítalans á fundi með velferðarnefnd Alþingis í morgun. Ef fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ætti að ganga eftir þyrfti að leggja af ýmsa þjónustu á spítalanum. Í samanburði við hin Norðurlöndin vantaði tugi milljarða inn í rekstur spítalanna. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans sagði fyrir nefndinni að mistök hljóti að hafa átt sér stað við gerð fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar borin væru saman útgjöld til heilbrigðismála á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega Svíþjóð, og á Íslandi. Hingað til hafi verið notast við viðmiðanir OECD en nú væri miðað við ríkisreikninga ríkjanna. Þeir endurspegluðu ekki raunveruleg útgjöld til heilbrigðismála.María Heimsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans.Vísir/GVA„Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ sagði María. Uppsöfnuð fjárþörf til reksturs Landspítalans frá hruni væri mikil. María segir að á sama tíma og auka eigi framlög til sérfræðiþjónustu utan spítalans um tvo milljarða og setja tvo milljarða að auki í læknisþjónustu Íslendinga í öðrum löndum, sem lítil eftirspurn sé eftir, sé í raun skorið niður til rekstrar Landspítalans í fimm ára áætlun stjórnvalda. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ sagði María.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.Vísir/Ernir„Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans.“ Þá sé hvergi gert ráð fyrir fjármögnun búnaðar á nýju sjúkrahóteli sem tekið verði í notkun í lok árs né búnaði fyrir nýjan meðferðarkjarna sem taka eigi til starfa undir lok áætlunarinnar, sem kosta muni hátt á annan tug milljarða. Ekki sé heldur gert ráð fyrir sjö milljörðum sem þurfi í viðhald eldri bygginga Landspítalans. Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga segir það rannsóknarefni hvernig starfsfólk Landspítalans hafi komist í gegnum álagið sem fylgdi miklum niðurskurði á árunum eftir hrun. „Það er hægt að vinna slíkar hetjudáðir í einhvern tíma. Í einhver ár eins og gert hefur verið. En síðan kemur þreyta og það er það sem við sjáum og höfum sterka tilfinningu fyrir hjá okkar fólki,“ sagði Ólafur. Ef fjármálaáætlun yrði ekki breytt hefði það alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum fram á mjög alvarleg áhrif bæði til skemmri tíma og lengri tíma ef svona er gefið úr spilastokknum eins og lagt er til. Það er mjög alvarlegt mál og okkur þykir það leitt,“ sagði Ólafur. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Tugi milljarða vantar í íslenska heilbrigðisþjónustu til að hún standist samanburð við hin Norðurlöndin að mati forráðamanna Landspítalans. Nái fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fram að ganga óbreytt, verði að skera niður þjónustu upp á um fimm milljarða á næsta ári. Áhrifin verði alvarleg bæði til lengri og skemmri tíma. Forráðamenn Landspítalans drógu upp vægast sagt dökka mynd af stöðu spítalans á fundi með velferðarnefnd Alþingis í morgun. Ef fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ætti að ganga eftir þyrfti að leggja af ýmsa þjónustu á spítalanum. Í samanburði við hin Norðurlöndin vantaði tugi milljarða inn í rekstur spítalanna. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans sagði fyrir nefndinni að mistök hljóti að hafa átt sér stað við gerð fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar borin væru saman útgjöld til heilbrigðismála á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega Svíþjóð, og á Íslandi. Hingað til hafi verið notast við viðmiðanir OECD en nú væri miðað við ríkisreikninga ríkjanna. Þeir endurspegluðu ekki raunveruleg útgjöld til heilbrigðismála.María Heimsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans.Vísir/GVA„Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ sagði María. Uppsöfnuð fjárþörf til reksturs Landspítalans frá hruni væri mikil. María segir að á sama tíma og auka eigi framlög til sérfræðiþjónustu utan spítalans um tvo milljarða og setja tvo milljarða að auki í læknisþjónustu Íslendinga í öðrum löndum, sem lítil eftirspurn sé eftir, sé í raun skorið niður til rekstrar Landspítalans í fimm ára áætlun stjórnvalda. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ sagði María.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.Vísir/Ernir„Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans.“ Þá sé hvergi gert ráð fyrir fjármögnun búnaðar á nýju sjúkrahóteli sem tekið verði í notkun í lok árs né búnaði fyrir nýjan meðferðarkjarna sem taka eigi til starfa undir lok áætlunarinnar, sem kosta muni hátt á annan tug milljarða. Ekki sé heldur gert ráð fyrir sjö milljörðum sem þurfi í viðhald eldri bygginga Landspítalans. Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga segir það rannsóknarefni hvernig starfsfólk Landspítalans hafi komist í gegnum álagið sem fylgdi miklum niðurskurði á árunum eftir hrun. „Það er hægt að vinna slíkar hetjudáðir í einhvern tíma. Í einhver ár eins og gert hefur verið. En síðan kemur þreyta og það er það sem við sjáum og höfum sterka tilfinningu fyrir hjá okkar fólki,“ sagði Ólafur. Ef fjármálaáætlun yrði ekki breytt hefði það alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum fram á mjög alvarleg áhrif bæði til skemmri tíma og lengri tíma ef svona er gefið úr spilastokknum eins og lagt er til. Það er mjög alvarlegt mál og okkur þykir það leitt,“ sagði Ólafur.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira