Stórfelld líkamsárás gegn fyrrverandi kærasta: „Hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 15:19 Hæstiréttur. vísir/gva Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. Konunni er gefið að sök að hafa aðfararnótt mánudagsins 5. júní síðastliðinn í félagi við annan einstakling ráðist á fyrrverandi kærasta sinn á heimili hans og slegið hann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og stungið hann í hægra brjóstið. Hlaut maðurinn skurð sem náði niður í mjúkvefi og var nærri slagæð vöðva sem sérfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss telur að hefði getað leitt af sér lífshættulega blæðingu inn á lunga, hefði hnífurinn snert æðina. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að konan hafi hringt ítrekað í sinn fyrrverandi umrætt kvöld en sá ekki nennt að tala við hana. Var hann með þremur vinum sínum og einni konu sem hann lét svara í símann í eitt skipti. Kærastan fyrrverandi brást við með því að skella á og sendi skömmu síðar smáskilaboð í farsíma mannsins þar sem hún sagðist hlakka til að hitta þau. Skömmu síðar var bankað upp á og var konan þá mætt í félagi við annan mann. Höfðu þau klúta fyrir andlitum sínum og konan hélt á kylfu sem hún sló sinn fyrrverandi með.„Ég faldi dótið“ Vitni sem var að ganga eftir götunni umrædda nótt lýsti því í skýrslu hjá lögreglu að hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann.“ Hún hafi einnig heyrt konuna segja við samverka sinn „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en hann hafi svarað „ég faldi dótið.“Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu.vísir/eyþórKonan hefur viðurkennt að hafa farið ásamt vini sínum heim til mannsins og slegið hann með hafnaboltakylfu, en hún neitar að hafa stungið hann með hníf. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag og hún var handtekin kvaðst hún hafa farið heim til brotaþola til að skila lyfjum sem hún hafi fengið hjá honum. Hún hafi farið vopnuð hafnaboltakylfu og “teiser” þar sem kona sem hafi svarað í síma brotaþola hafi hótað henni í síma. Í skýrslutöku þann 26. júní sagðist konan hafa hringt í manninn til að skila honum lyfjum. Þegar önnur kona svaraði hafi hún fundið til mikillar reiði og afbrýðisemi. Hafi hún heyrt í félaga sínum með það að markmiði að fara og hræða sinn fyrrverandi og konuna. Félagi konunnar sem var með í för sagðist í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafa farið með konunni að heimili mannsins í því skyni að hræða hann. Hann segist hafa séð þau takast á fyrir utan húsið og kvaðst hann hafa heyrt karlmann hrópa „hnífur“ og hafi hann þá séð að konan hélt á hníf. Hann sagðist hafa losað hnífinn úr hendi hennar með því að slá hendinni utan í vegg en við það hafi hún misst hnífinn. Hann kvaðst þá hafa hent hnífnum og hafnaboltakylfunni út í garð við heimili brotaþola. Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu. Héraðsdomur Reykjavíkur hafði þann 4. ágúst síðastliðinn úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 1. september næstkomandi. Hæstiréttur mildar niðurstöðuna úr héraði um þrjá daga, eða til 28. ágúst. Tengdar fréttir Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. Konunni er gefið að sök að hafa aðfararnótt mánudagsins 5. júní síðastliðinn í félagi við annan einstakling ráðist á fyrrverandi kærasta sinn á heimili hans og slegið hann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og stungið hann í hægra brjóstið. Hlaut maðurinn skurð sem náði niður í mjúkvefi og var nærri slagæð vöðva sem sérfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss telur að hefði getað leitt af sér lífshættulega blæðingu inn á lunga, hefði hnífurinn snert æðina. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að konan hafi hringt ítrekað í sinn fyrrverandi umrætt kvöld en sá ekki nennt að tala við hana. Var hann með þremur vinum sínum og einni konu sem hann lét svara í símann í eitt skipti. Kærastan fyrrverandi brást við með því að skella á og sendi skömmu síðar smáskilaboð í farsíma mannsins þar sem hún sagðist hlakka til að hitta þau. Skömmu síðar var bankað upp á og var konan þá mætt í félagi við annan mann. Höfðu þau klúta fyrir andlitum sínum og konan hélt á kylfu sem hún sló sinn fyrrverandi með.„Ég faldi dótið“ Vitni sem var að ganga eftir götunni umrædda nótt lýsti því í skýrslu hjá lögreglu að hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann.“ Hún hafi einnig heyrt konuna segja við samverka sinn „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en hann hafi svarað „ég faldi dótið.“Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu.vísir/eyþórKonan hefur viðurkennt að hafa farið ásamt vini sínum heim til mannsins og slegið hann með hafnaboltakylfu, en hún neitar að hafa stungið hann með hníf. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag og hún var handtekin kvaðst hún hafa farið heim til brotaþola til að skila lyfjum sem hún hafi fengið hjá honum. Hún hafi farið vopnuð hafnaboltakylfu og “teiser” þar sem kona sem hafi svarað í síma brotaþola hafi hótað henni í síma. Í skýrslutöku þann 26. júní sagðist konan hafa hringt í manninn til að skila honum lyfjum. Þegar önnur kona svaraði hafi hún fundið til mikillar reiði og afbrýðisemi. Hafi hún heyrt í félaga sínum með það að markmiði að fara og hræða sinn fyrrverandi og konuna. Félagi konunnar sem var með í för sagðist í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafa farið með konunni að heimili mannsins í því skyni að hræða hann. Hann segist hafa séð þau takast á fyrir utan húsið og kvaðst hann hafa heyrt karlmann hrópa „hnífur“ og hafi hann þá séð að konan hélt á hníf. Hann sagðist hafa losað hnífinn úr hendi hennar með því að slá hendinni utan í vegg en við það hafi hún misst hnífinn. Hann kvaðst þá hafa hent hnífnum og hafnaboltakylfunni út í garð við heimili brotaþola. Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu. Héraðsdomur Reykjavíkur hafði þann 4. ágúst síðastliðinn úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 1. september næstkomandi. Hæstiréttur mildar niðurstöðuna úr héraði um þrjá daga, eða til 28. ágúst.
Tengdar fréttir Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21