Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 3. október 2017 19:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi á föstudaginn. Eins og kom fram fyrr í dag fékk hann bakslag í meiðslin og er alls óvíst hvort hann geti verið með í leiknum. Aron Einar er meiddur í rassvöðva en hann spilaði ekki síðasta leik Cardiff fyrir landsleikjafríið. Hann æfði einn í dag með sjúkraþjálfara en augljóslega er verið að gera allt til að koma fyrirliðanum í stand. „Það er dagamunur á þessu hjá mér. Ég varð fyrir smá áfalli í gær. Ég ætla að prófa þetta aðeins í dag og svo sjáum við til. Ég get hreinlega ekki svarað spurningunni hvort ég spili eða ekki. Þetta er ekki erfið staða en skrítin staða. Ég reyni bara allt sem ég get til að vera klár. Hvort sem það er ein klukkustund í meðhöndlun eða tvær. Það er allt gert til að vera með. Hvort það virki verður að koma í ljós,“ sagði Aron Einar fyrir æfinguna í dag. Aron spilaði meiddur allt Evrópumótið í fyrra en margsinnis hefur hann fórnað sér fyrir íslenska liðið. Hann ætlar ekki að taka neina sénsa núna. „Lífið er ekki einn fótboltaleikur. Maður verður að hugsa aðeins um framtíðina. Ég kem aldrei til með að spila ef ég er tæpur og finn til. Þá er betra að hafa leikmann sem er 100 prósent inn á vellinum. Ég er á fullu spani að koma mér í stand til að vera klár á föstudaginn og ég kem til með að reyna allt,“ sagði Aron. Neil Warnock, stjóri Arons hjá Cardiff, er ekkert hrifinn af því að Aron sé með landsliðinu og hvað þá að hann spili. Er ekkert óþægilegt að vera fastur svona á milli steins og sleggju? „Ég er í rauninni ekkert fastur á milli neins. Það er í gildi þessi FIFA regla sem leyfir landsliðinu að fá leikmenn, meta þá og senda þá frekar til baka ef þess þarf. Það bjargar leikmönnum frá því að vera einhverstaðar í miðjunni. Lokaniðurstaðan er að ég ræð hvort ég tek þessa áhættu eða ekki. Ég mun ekki taka neina áhættu með að spila. Ég þarf að vera klár til að taka 90 mínútur og þannig verður það vonandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi á föstudaginn. Eins og kom fram fyrr í dag fékk hann bakslag í meiðslin og er alls óvíst hvort hann geti verið með í leiknum. Aron Einar er meiddur í rassvöðva en hann spilaði ekki síðasta leik Cardiff fyrir landsleikjafríið. Hann æfði einn í dag með sjúkraþjálfara en augljóslega er verið að gera allt til að koma fyrirliðanum í stand. „Það er dagamunur á þessu hjá mér. Ég varð fyrir smá áfalli í gær. Ég ætla að prófa þetta aðeins í dag og svo sjáum við til. Ég get hreinlega ekki svarað spurningunni hvort ég spili eða ekki. Þetta er ekki erfið staða en skrítin staða. Ég reyni bara allt sem ég get til að vera klár. Hvort sem það er ein klukkustund í meðhöndlun eða tvær. Það er allt gert til að vera með. Hvort það virki verður að koma í ljós,“ sagði Aron Einar fyrir æfinguna í dag. Aron spilaði meiddur allt Evrópumótið í fyrra en margsinnis hefur hann fórnað sér fyrir íslenska liðið. Hann ætlar ekki að taka neina sénsa núna. „Lífið er ekki einn fótboltaleikur. Maður verður að hugsa aðeins um framtíðina. Ég kem aldrei til með að spila ef ég er tæpur og finn til. Þá er betra að hafa leikmann sem er 100 prósent inn á vellinum. Ég er á fullu spani að koma mér í stand til að vera klár á föstudaginn og ég kem til með að reyna allt,“ sagði Aron. Neil Warnock, stjóri Arons hjá Cardiff, er ekkert hrifinn af því að Aron sé með landsliðinu og hvað þá að hann spili. Er ekkert óþægilegt að vera fastur svona á milli steins og sleggju? „Ég er í rauninni ekkert fastur á milli neins. Það er í gildi þessi FIFA regla sem leyfir landsliðinu að fá leikmenn, meta þá og senda þá frekar til baka ef þess þarf. Það bjargar leikmönnum frá því að vera einhverstaðar í miðjunni. Lokaniðurstaðan er að ég ræð hvort ég tek þessa áhættu eða ekki. Ég mun ekki taka neina áhættu með að spila. Ég þarf að vera klár til að taka 90 mínútur og þannig verður það vonandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00
Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08
Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24