Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2017 16:29 Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014. Kosningar 2017 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014.
Kosningar 2017 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira