Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2017 16:29 Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014. Kosningar 2017 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hefur skipað Þórólf Matthíasson prófessor í verðlagsnefnd búvara. Kristrún M Frostadóttir hagfræðingur er formaður nefndarinnar. Þórólfur er tilnefndur af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra en Þorsteinn lagði auk þess til að Dóra Sif Tynes tæki sæti í nefndinni, en Dóra Sif er sérfræðingur í Evrópurétti og reyndar frönskum ostum einnig. Óhætt er að segja að þessi skipan falli í grýttan jarðveg, ekki síst hjá þeim fyrrverandi Framsóknarmönnum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. En þeir halda því blákalt fram að Þórólfur, sem fjallað hefur talsvert um landbúnaðarkerfið í gegnum tíðina, sé einn helsti óvildarmaður bænda. Óhætt er að segja að þeir séu alveg æfir vegna skipunarinnar. „Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið talað um Þórólf Matthíasson og landbúnað? Örugglega ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra hafi skipað hann í verðlagsnefnd búvara ! Jamm hún skipaði mann sem er líklega mest leiðrétti maður Íslands af bændasamtökunum í þessa nefnd,“ segir Gunnar Bragi í nýlegum Facebookstatus. Og Sigmundur vandar Þorgerði og Þórólfi ekki kveðjurnar: „Formaður í nefndinni kemur frá Viðskiptaráði og í nefndina er auk þess settur einn helsti óvildarmaður bænda í opinberri umræðu, Þórólfur Matthíasson. Þótt þessi nefnd hafi varla umboð til að gera neitt er ekki hægt að líta á þetta sem annað en hálfgerða stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina.“ Sigmundur Davíð hefur áður, þá sem forsætisráðherra, ráðist harkalega á Þórólf og kallað hann pólitískan krossfara, eins og til dæmis kom fram í ítarlegu viðtali sem Gísli Marteinn Baldursson átti við hann í þætti Ríkissjónvarpsins Sunnudagsmorgun, 16. febrúar árið 2014.
Kosningar 2017 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira