Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 17:35 Trump við komuna til San Juan í dag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017 Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist kenna íbúum Púertó Ríkó um að raska fjárlögum bandaríska ríkissjóðsins með því að þurfa á neyðaraðstoð að halda eftir fellibylinn Maríu þegar hann heimsótti eyjuna í dag, tveimur vikum eftir að hamfarirnar gengu yfir. Ástandið á Púertó Ríkó er enn svart en gríðarlegar skemmdir urðu á innviðum eyjunnar í fellibylnum. Þannig er aðeins brot landsmanna kominn með rafmagn aftur og samgöngur og fjarskipti eru verulegum takmörkunum háð. Ríkisstjórn Trump hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir ófullnægjandi viðbrögð við hörmungunum en Púertó Ríkó er yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hjálparsamtökin Oxfam gagnrýndu stjórnina í dag og sögðust ætla að veita aðstoð á eyjunni. Samtökin starfa yfirleitt aðeins í fátækum löndum. Þrátt fyrir það hrósaði Trump sjálfum sér og ríkisstjórn sinni í hástert fyrir viðbrögðin við hamförunum í dag. Hann hafði unnið „frábært starf“ sem ætti skilið einkunnina „A+“. Við komuna til Púertó Ríkó lofaði hann embættismenn á eyjunni fyrir árangur í að takmarka mannskaða, ekki síst í samanburði við þann sem varð af völdum fellibyljarins Katrínu í New Orleans árið 2005. „Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í höfuðborginni San Juan.Forsetafrúin Melania Trump fylgdi eiginmanni sínum í heimsóknina til San Juan.Vísir/AFPWashington Post segir að Trump hafi hitt Carmen Yulín Cruz, borgarstjóra San Juan, sem hann hellti sér yfir á Twitter um helgina. Cruz hafði gagnrýnt slæleg viðbrögð alríkisstjórnarinnar í síðustu viku, án þess þó að nefna forsetann sérstaklega. Skammaði Trump hana fyrir „lélega stjórnunarhæfni“ og að embættismenn á Púertó Ríkó vildu láta gera allt fyrir sig. Ekki er búist við að Trump hætti sér langt út fyrir San Juan í heimsókn sinni en þar er björgunarstarfið eftir hamfarirnar lengst á veg komið.Á myndbandi MSNBC hér fyrir neðan má heyra Trump ræða við eitt fórnarlamba fellibyljarins Maríu á Púertó Ríkó og óska því „góðrar skemmtunar“.Trump to hurricane victim in Puerto Rico: "Have a good time" pic.twitter.com/ri3C8AdG6t— Judd Legum (@JuddLegum) October 3, 2017
Tengdar fréttir „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
„Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11