Þrívíddargangbraut vekur heimsathygli Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. október 2017 19:00 Þrívíddargangbraut sem sett var upp á Ísafirði fyrir skemmstu hefur slegið í gegn undanfarið. Fyrirtækið sem sá um hönnun hennar og uppsetningu hefur vart undan því að svara símtölum frá fjölmiðlum um allan heim. Gangbrautin var máluð á götuna við Landsbankahúsið á Ísafirði í september á vegum Vegmálunar GíH og umhverfisfulltrúa bæjarins í von um að lækka umferðarhraða. „Hún er búin að ferðast um allan heim. Allavega myndir og fréttir af henni. Þetta er búið að koma held ég bara um mest alla Evrópu, bæði í ríkisfjölmiðlum og fréttamiðlum. Það er gaman að sjá hvernig þetta þróast en það er búið að tagga mann á Facebook sem street artist eða götulistamann, svo það er nú svoítið skemmtilegur nýr vinnutitill,“ segir Gautur Ívar Halldórsson framkvæmdastjóri Götumálunar GÍH. Það var Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem fékk hugmyndina að því að setja þrívíddargangbrautina á þennan stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir bæinn. Hannn segir að slíkar gangbrautir sé að mynda að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Þeir félagar segja athyglina hafa komið á óvart og útiloka ekki að fara í útrás með verkefnið. „Ég var spurður að því í morgun af norskum fjölmiðli hvort ég væri til í að koma til Noregs að mála þannig að það bara stefnir allt í útrás held ég,“ segir Gautur. Tengdar fréttir Óttast ekki að þrívíddargangbrautin á Ísafirði trufli ökumenn of mikið Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. 22. september 2017 12:07 Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þrívíddargangbraut sem sett var upp á Ísafirði fyrir skemmstu hefur slegið í gegn undanfarið. Fyrirtækið sem sá um hönnun hennar og uppsetningu hefur vart undan því að svara símtölum frá fjölmiðlum um allan heim. Gangbrautin var máluð á götuna við Landsbankahúsið á Ísafirði í september á vegum Vegmálunar GíH og umhverfisfulltrúa bæjarins í von um að lækka umferðarhraða. „Hún er búin að ferðast um allan heim. Allavega myndir og fréttir af henni. Þetta er búið að koma held ég bara um mest alla Evrópu, bæði í ríkisfjölmiðlum og fréttamiðlum. Það er gaman að sjá hvernig þetta þróast en það er búið að tagga mann á Facebook sem street artist eða götulistamann, svo það er nú svoítið skemmtilegur nýr vinnutitill,“ segir Gautur Ívar Halldórsson framkvæmdastjóri Götumálunar GÍH. Það var Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem fékk hugmyndina að því að setja þrívíddargangbrautina á þennan stað þegar hann var að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir bæinn. Hannn segir að slíkar gangbrautir sé að mynda að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína. Þeir félagar segja athyglina hafa komið á óvart og útiloka ekki að fara í útrás með verkefnið. „Ég var spurður að því í morgun af norskum fjölmiðli hvort ég væri til í að koma til Noregs að mála þannig að það bara stefnir allt í útrás held ég,“ segir Gautur.
Tengdar fréttir Óttast ekki að þrívíddargangbrautin á Ísafirði trufli ökumenn of mikið Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. 22. september 2017 12:07 Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Óttast ekki að þrívíddargangbrautin á Ísafirði trufli ökumenn of mikið Það hafa fáar gangbrautir á Íslandi vakið jafn mikla athygli undanfarin sólarhring og þrívíddargangbrautin á Ísafirði. 22. september 2017 12:07
Vonast til að þrívíddargangbraut á Ísafirði lækki umferðarhraða Hugmyndin kemur frá Nýju Delí. 21. september 2017 16:45