Slökkviliðsmenn gagnrýna Sprengjugengið í þætti Ævars vísindamanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2017 14:25 Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Skjáskot af RÚV Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Vestmannaeyja eru ekki ánægðir með eitt innslagið í annars fræðandi og skemmtilegum þætti Ævars vísindamanns á RÚV en í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu slökkviliðsins gagnrýndu þeir „Sprengjugengið“ svokallaða frá Háskóla Íslands. Þátturinn reyndist gamall og var hann endursýndur í dag. Ævar Þór Benediktsson er þakklátur fyrir góða og réttmæta ábendingu. Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Á Facebooksíðu Slökkviliðs Vestmannaeyja er varað við því að börnum sé kennt að fikta með eld og eldfim efni og þá er það auk þess gagnrýnt að konurnar hafi ekki haft sýnilegar varúðarráðstafanir eins og eldvarnateppi og slökkvitæki. Í stöðuuppfærslunni segir einnig að betur hefði farið á að vara börnin við því að gera þetta heima hjá sér. Stöðuuppfærslan endar á því að þættirnir Ævars vísindamanns séu bæði fræðandi og skemmtilegir en að þeir vilji ekki að innslag á borð við þetta sé haft fyrir börnum í skipulagðri barnadagskrá. Það bjóði hættunni heim. Jón Pétursson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis og formaður fagdeildar slökkviliðsmanna innan Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir í samtali við Vísi að hann hafi horft á þáttinn í heild sinni og þótt hann sérlega fræðandi og skemmtilegur. „Við erum nýbúnir að horfa á allan þáttinn og þátturinn sem slíkur er mjög skemmtilegur. Umfjöllunarefni mjög fræðandi og skemmtilegt en þetta eina tiltekna atriði finnst mér slæmt og nú tala ég fyrir mig. Ég tala bara sem slökkviliðsmaður, búinn að vera í starfinu í tæp þrjátíu og fjögur ár og sinni líka forvarnarfræðslu og þetta er ekki gott innlegg,“ segir Jón sem brýnir fyrir börnum að allt fikt með eld sé varhugavert.Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður er þakklátur fyrir góða ábendingu en eldvarnarmál eru í góðu lagi í nýju þáttaröðinni.vísir/vilhelmÆvar Þór Benediktsson sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða gamlan þátt. “Þetta er þáttur sem er tveggja ára gamall eða eitthvað svoleiðis og ég sá bara í morgun að það var verið að endursýna hann. Þetta er bara algjörlega satt og rétt,“ segir Ævar sem þakkar fyrir góða og réttmæta ábendingu slökkviliðsmannanna. „Þegar við tökum upp erum við að sjálfsögðu með öll öryggistæki innan handar og það eru okkar mistök að hafa þau ekki í mynd og að sjálfsögðu á að fara varlega og ég þakka fyrir þessa ábendingu og við pössum okkur að vanda okkur betur næst. Þetta er bara rétt hjá þeim,“ segir Ævar sem segir þættina í nýju þáttaröðinni vera með öðrum hætti. Í þeim séu slökkvitæki sýnileg á borðinu og börnin eru vöruð við því að fikta með eld. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Vestmannaeyja eru ekki ánægðir með eitt innslagið í annars fræðandi og skemmtilegum þætti Ævars vísindamanns á RÚV en í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu slökkviliðsins gagnrýndu þeir „Sprengjugengið“ svokallaða frá Háskóla Íslands. Þátturinn reyndist gamall og var hann endursýndur í dag. Ævar Þór Benediktsson er þakklátur fyrir góða og réttmæta ábendingu. Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Á Facebooksíðu Slökkviliðs Vestmannaeyja er varað við því að börnum sé kennt að fikta með eld og eldfim efni og þá er það auk þess gagnrýnt að konurnar hafi ekki haft sýnilegar varúðarráðstafanir eins og eldvarnateppi og slökkvitæki. Í stöðuuppfærslunni segir einnig að betur hefði farið á að vara börnin við því að gera þetta heima hjá sér. Stöðuuppfærslan endar á því að þættirnir Ævars vísindamanns séu bæði fræðandi og skemmtilegir en að þeir vilji ekki að innslag á borð við þetta sé haft fyrir börnum í skipulagðri barnadagskrá. Það bjóði hættunni heim. Jón Pétursson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis og formaður fagdeildar slökkviliðsmanna innan Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir í samtali við Vísi að hann hafi horft á þáttinn í heild sinni og þótt hann sérlega fræðandi og skemmtilegur. „Við erum nýbúnir að horfa á allan þáttinn og þátturinn sem slíkur er mjög skemmtilegur. Umfjöllunarefni mjög fræðandi og skemmtilegt en þetta eina tiltekna atriði finnst mér slæmt og nú tala ég fyrir mig. Ég tala bara sem slökkviliðsmaður, búinn að vera í starfinu í tæp þrjátíu og fjögur ár og sinni líka forvarnarfræðslu og þetta er ekki gott innlegg,“ segir Jón sem brýnir fyrir börnum að allt fikt með eld sé varhugavert.Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður er þakklátur fyrir góða ábendingu en eldvarnarmál eru í góðu lagi í nýju þáttaröðinni.vísir/vilhelmÆvar Þór Benediktsson sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða gamlan þátt. “Þetta er þáttur sem er tveggja ára gamall eða eitthvað svoleiðis og ég sá bara í morgun að það var verið að endursýna hann. Þetta er bara algjörlega satt og rétt,“ segir Ævar sem þakkar fyrir góða og réttmæta ábendingu slökkviliðsmannanna. „Þegar við tökum upp erum við að sjálfsögðu með öll öryggistæki innan handar og það eru okkar mistök að hafa þau ekki í mynd og að sjálfsögðu á að fara varlega og ég þakka fyrir þessa ábendingu og við pössum okkur að vanda okkur betur næst. Þetta er bara rétt hjá þeim,“ segir Ævar sem segir þættina í nýju þáttaröðinni vera með öðrum hætti. Í þeim séu slökkvitæki sýnileg á borðinu og börnin eru vöruð við því að fikta með eld.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira