Slökkviliðsmenn gagnrýna Sprengjugengið í þætti Ævars vísindamanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2017 14:25 Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Skjáskot af RÚV Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Vestmannaeyja eru ekki ánægðir með eitt innslagið í annars fræðandi og skemmtilegum þætti Ævars vísindamanns á RÚV en í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu slökkviliðsins gagnrýndu þeir „Sprengjugengið“ svokallaða frá Háskóla Íslands. Þátturinn reyndist gamall og var hann endursýndur í dag. Ævar Þór Benediktsson er þakklátur fyrir góða og réttmæta ábendingu. Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Á Facebooksíðu Slökkviliðs Vestmannaeyja er varað við því að börnum sé kennt að fikta með eld og eldfim efni og þá er það auk þess gagnrýnt að konurnar hafi ekki haft sýnilegar varúðarráðstafanir eins og eldvarnateppi og slökkvitæki. Í stöðuuppfærslunni segir einnig að betur hefði farið á að vara börnin við því að gera þetta heima hjá sér. Stöðuuppfærslan endar á því að þættirnir Ævars vísindamanns séu bæði fræðandi og skemmtilegir en að þeir vilji ekki að innslag á borð við þetta sé haft fyrir börnum í skipulagðri barnadagskrá. Það bjóði hættunni heim. Jón Pétursson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis og formaður fagdeildar slökkviliðsmanna innan Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir í samtali við Vísi að hann hafi horft á þáttinn í heild sinni og þótt hann sérlega fræðandi og skemmtilegur. „Við erum nýbúnir að horfa á allan þáttinn og þátturinn sem slíkur er mjög skemmtilegur. Umfjöllunarefni mjög fræðandi og skemmtilegt en þetta eina tiltekna atriði finnst mér slæmt og nú tala ég fyrir mig. Ég tala bara sem slökkviliðsmaður, búinn að vera í starfinu í tæp þrjátíu og fjögur ár og sinni líka forvarnarfræðslu og þetta er ekki gott innlegg,“ segir Jón sem brýnir fyrir börnum að allt fikt með eld sé varhugavert.Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður er þakklátur fyrir góða ábendingu en eldvarnarmál eru í góðu lagi í nýju þáttaröðinni.vísir/vilhelmÆvar Þór Benediktsson sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða gamlan þátt. “Þetta er þáttur sem er tveggja ára gamall eða eitthvað svoleiðis og ég sá bara í morgun að það var verið að endursýna hann. Þetta er bara algjörlega satt og rétt,“ segir Ævar sem þakkar fyrir góða og réttmæta ábendingu slökkviliðsmannanna. „Þegar við tökum upp erum við að sjálfsögðu með öll öryggistæki innan handar og það eru okkar mistök að hafa þau ekki í mynd og að sjálfsögðu á að fara varlega og ég þakka fyrir þessa ábendingu og við pössum okkur að vanda okkur betur næst. Þetta er bara rétt hjá þeim,“ segir Ævar sem segir þættina í nýju þáttaröðinni vera með öðrum hætti. Í þeim séu slökkvitæki sýnileg á borðinu og börnin eru vöruð við því að fikta með eld. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði Vestmannaeyja eru ekki ánægðir með eitt innslagið í annars fræðandi og skemmtilegum þætti Ævars vísindamanns á RÚV en í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu slökkviliðsins gagnrýndu þeir „Sprengjugengið“ svokallaða frá Háskóla Íslands. Þátturinn reyndist gamall og var hann endursýndur í dag. Ævar Þór Benediktsson er þakklátur fyrir góða og réttmæta ábendingu. Í þáttinn mættu tvær ungar konur frá Sprengjugengi Háskóla Íslands. Þær bleyttu í bómull með eldfimum vökva og kveiktu í með þeim afleiðingum að talsverður eldur skapaðist innandyra. Á Facebooksíðu Slökkviliðs Vestmannaeyja er varað við því að börnum sé kennt að fikta með eld og eldfim efni og þá er það auk þess gagnrýnt að konurnar hafi ekki haft sýnilegar varúðarráðstafanir eins og eldvarnateppi og slökkvitæki. Í stöðuuppfærslunni segir einnig að betur hefði farið á að vara börnin við því að gera þetta heima hjá sér. Stöðuuppfærslan endar á því að þættirnir Ævars vísindamanns séu bæði fræðandi og skemmtilegir en að þeir vilji ekki að innslag á borð við þetta sé haft fyrir börnum í skipulagðri barnadagskrá. Það bjóði hættunni heim. Jón Pétursson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis og formaður fagdeildar slökkviliðsmanna innan Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir í samtali við Vísi að hann hafi horft á þáttinn í heild sinni og þótt hann sérlega fræðandi og skemmtilegur. „Við erum nýbúnir að horfa á allan þáttinn og þátturinn sem slíkur er mjög skemmtilegur. Umfjöllunarefni mjög fræðandi og skemmtilegt en þetta eina tiltekna atriði finnst mér slæmt og nú tala ég fyrir mig. Ég tala bara sem slökkviliðsmaður, búinn að vera í starfinu í tæp þrjátíu og fjögur ár og sinni líka forvarnarfræðslu og þetta er ekki gott innlegg,“ segir Jón sem brýnir fyrir börnum að allt fikt með eld sé varhugavert.Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður er þakklátur fyrir góða ábendingu en eldvarnarmál eru í góðu lagi í nýju þáttaröðinni.vísir/vilhelmÆvar Þór Benediktsson sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða gamlan þátt. “Þetta er þáttur sem er tveggja ára gamall eða eitthvað svoleiðis og ég sá bara í morgun að það var verið að endursýna hann. Þetta er bara algjörlega satt og rétt,“ segir Ævar sem þakkar fyrir góða og réttmæta ábendingu slökkviliðsmannanna. „Þegar við tökum upp erum við að sjálfsögðu með öll öryggistæki innan handar og það eru okkar mistök að hafa þau ekki í mynd og að sjálfsögðu á að fara varlega og ég þakka fyrir þessa ábendingu og við pössum okkur að vanda okkur betur næst. Þetta er bara rétt hjá þeim,“ segir Ævar sem segir þættina í nýju þáttaröðinni vera með öðrum hætti. Í þeim séu slökkvitæki sýnileg á borðinu og börnin eru vöruð við því að fikta með eld.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira