Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júní 2017 18:30 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. Fyrir tæpum tveimur vikum barst forsvarsmönnum Hjallastefnunnar tilkynning frá foreldri barns við Barnaskólann í Reykjavík um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Þá kom í ljós að tilvikin væru mögulega fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um ofbeldi. Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. „Strax sama kvöld voru viðkomandi starfsmenn settir í ótímabundið leyfi því að við tökum þessu miklu miklu miklu meira en alvarlega. Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála. Barnavernd Reykjavíkur barst tilkynning frá foreldrum og kannar nú málið. Þá fékk skólinn óháðan aðila, sálfræðing, til að skoða málið innan skólans. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að að minnsta kosti fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi. „Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála.En eru þá fleiri en eitt barn? „Án efa. En barnaverndarnefnd gefur mér ekki beinar upplýsingar en ég tel að það sé þannig,“ segir Margrét Pála. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barnið ofbeldi en hlutur hins starfsmannsins er heldur stærri en hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. „Hinn aðilinn er stuðningsfulltrúi sem starfaði í hópi 9 ára drengja hér í skólanum og þeir eru allir útskrifaðir. Ég fékk ekki upplýsingar um þetta mál fyrr en eftir skólaslit,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi séu starfsmennirnir ásakaðir um að hafa orðið á í viðbrögðum sínum í erfðum aðstæðum.Er þetta andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi? „Þetta er alls ekki kynferðisofbeldi og það er engin grunur um slíkt. Hins vegar veit ég það sem ég hef vitað af að það hafi verið tekið harkalega í öxl, barni verið haldið fast þannig að því hafi liðið illa við einhverjar aðstæður, en meira veit síðan ég ekki. Og síst af öllu get ég dæmt í sök. Það eina sem ég veit er að við stöndum alltaf með börnum,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn skólans. Þá sé foreldrum barnanna eðlilega mjög brugðið. Allir foreldrar barna í skólanum fái tilkynningu um málið í dag. „Ég funda með öllum foreldrum sem við mig vilja tala sem og settur skólastjóri. Við erum til reiðu fyrir alla sem vilja en mestu skiptir að málið sé kannað hratt og vel og við fáum að vita hvernig í öllu liggur og þá verður gripið til eðlilegra ráðstafana í kjölfarið á því,“ segir Margrét Pála. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. Fyrir tæpum tveimur vikum barst forsvarsmönnum Hjallastefnunnar tilkynning frá foreldri barns við Barnaskólann í Reykjavík um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Þá kom í ljós að tilvikin væru mögulega fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um ofbeldi. Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. „Strax sama kvöld voru viðkomandi starfsmenn settir í ótímabundið leyfi því að við tökum þessu miklu miklu miklu meira en alvarlega. Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála. Barnavernd Reykjavíkur barst tilkynning frá foreldrum og kannar nú málið. Þá fékk skólinn óháðan aðila, sálfræðing, til að skoða málið innan skólans. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að að minnsta kosti fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi. „Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála.En eru þá fleiri en eitt barn? „Án efa. En barnaverndarnefnd gefur mér ekki beinar upplýsingar en ég tel að það sé þannig,“ segir Margrét Pála. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barnið ofbeldi en hlutur hins starfsmannsins er heldur stærri en hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. „Hinn aðilinn er stuðningsfulltrúi sem starfaði í hópi 9 ára drengja hér í skólanum og þeir eru allir útskrifaðir. Ég fékk ekki upplýsingar um þetta mál fyrr en eftir skólaslit,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi séu starfsmennirnir ásakaðir um að hafa orðið á í viðbrögðum sínum í erfðum aðstæðum.Er þetta andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi? „Þetta er alls ekki kynferðisofbeldi og það er engin grunur um slíkt. Hins vegar veit ég það sem ég hef vitað af að það hafi verið tekið harkalega í öxl, barni verið haldið fast þannig að því hafi liðið illa við einhverjar aðstæður, en meira veit síðan ég ekki. Og síst af öllu get ég dæmt í sök. Það eina sem ég veit er að við stöndum alltaf með börnum,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn skólans. Þá sé foreldrum barnanna eðlilega mjög brugðið. Allir foreldrar barna í skólanum fái tilkynningu um málið í dag. „Ég funda með öllum foreldrum sem við mig vilja tala sem og settur skólastjóri. Við erum til reiðu fyrir alla sem vilja en mestu skiptir að málið sé kannað hratt og vel og við fáum að vita hvernig í öllu liggur og þá verður gripið til eðlilegra ráðstafana í kjölfarið á því,“ segir Margrét Pála. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira