Nýtt lyf gegn taugahrörnunarsjúkdómi ekki í forgangi hjá Landspítalanum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. júní 2017 20:47 Óttarr sagði jafnframt í svari sínu að hann hefði ekki vald til að þrýsta á að lyf yrði tekið til notkunar. Vísir/Stefán Lyfið Spinraza, sem ætlað er til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, er ekki á forgangslista Landspítalans við innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um hvort lyfið verði aðgengilegt þeim sem á því þurfa hér á landi. Í svari Óttars tekur hann fram að það sé ekki ráðherra „að ákveða hvaða lyf eru aðgengileg sjúklingum hér á landi.“ Lyfjastofnun sjái meðal annars um það. Lyfið hefur verið samþykkt til skráningar af Lyfjastofnun Evrópu sem og FDA bandarísku lyfjastofnuninni.Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir lyfið líklega ekki það dýrasta í heimi.Vísir/Rósa JóhannsdóttirMarkaðsleyfishafi gefur leyfiRúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Vísi að stutt sé síðan lyfið hafi fengið evrópskt markaðsleyfi. „Lyfið fékk skráningu núna fyrsta júní þá er það komið með evrópsk markaðsleyfi. Í sjálfu sér er ekkert sem stoppar innflutning á lyfinu. Markaðsleyfishafi lyfsins hefur ekki ákveðið að setja lyfið á markað hér á Íslandi,“ segir Rúna. Hún nefnir að það þurfi að sækja um verð hér á landi og að samþykkja þurfi íslenskar pakkningar. Rúna tekur fram að þó markaðsleyfishafi hafi ekki ákveðið að setja lyfið á markað þá er hægt að flytja inn lyfið á undanþágu hafi það fengið markaðsleyfi í Evrópu. „Þá er það annað hvort Lyfjanefnd Landspítalans sem óskar eftir því eða einhver ákveðinn læknir sem óskar eftir því að lyfið sé flutt inn á undanþágu,“ segir Rúna.Rándýrt lyfLyfið hefur fengið það orð á sig að vera dýrasta lyf í heimi og er það meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra. Þar segir að einn skammtur kosti 12,5 milljónir króna eða 125 þúsund dollara. Rúna nefnir að lyfið sé vissulega dýrt en að það sé engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta lyf sem sést hefur. Verið sé að vísa í bandarísk verð. Verðið mun hins vegar ekki hafa áhrif á innflutning lyfsins en gæti haft áhrif á hvort lyfið verði notað. „Það kannski hefur einhver áhrif á það hvort eigi að nota það en það er verið að nota töluvert af dýrum lyfjum á Íslandi og þetta er í efri kantinum. Af því að þetta er svo nýkomið inn á evrópska lyfjaskráningu þá höfum við ekki séð verðin í verðskránum á Norðurlöndunum, “ segir Rúna um áhrif verðs. Rúna segir að erfitt sé að segja til um þörfina á lyfinu en vitnar í svar ráðherra að lyfið væri ekki á forgangslista landspítalans „Hann byggist á því hver er talin þörfin, byggð á sjúklingum,“ segir Rúna. Aukaverkanir og hikandi læknarLyfið er í svokölluðum forgangsflokki hjá skráningaryfirvöldum og getur verið skráð án þess að vera fullrannsakað. Aukaverkanir lyfsins eru meðal annars óeðlileg blóðstorknun, lækkun blóðflagna sem og nýrnaskemmdir. Í svari ráðherra segir að „ Af framangreindum sökum hafa heilbrigðisstofnanir og sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum verið hikandi við að taka lyfið í notkun og hafa beðið um haldbærari sannanir en fyrir liggja um árangur lyfsins.“ Umsókn um innleiðingu og greiðsluþátttöku lyfsins hefur ekki enn borist á borð lyfjagreiðslunefndar. Lyfjastofnun sé um að ákveða hvaða lyf fá markaðsleyfi hér á landi. Lyfjagreiðslunefnd sér síðan um að ákveða greiðsluþátttöku ríkisins og innleiðingu lyfja í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala. Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Lyfið Spinraza, sem ætlað er til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA, er ekki á forgangslista Landspítalans við innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstri grænna, um hvort lyfið verði aðgengilegt þeim sem á því þurfa hér á landi. Í svari Óttars tekur hann fram að það sé ekki ráðherra „að ákveða hvaða lyf eru aðgengileg sjúklingum hér á landi.“ Lyfjastofnun sjái meðal annars um það. Lyfið hefur verið samþykkt til skráningar af Lyfjastofnun Evrópu sem og FDA bandarísku lyfjastofnuninni.Rúna Hauksdóttir Hvannberg segir lyfið líklega ekki það dýrasta í heimi.Vísir/Rósa JóhannsdóttirMarkaðsleyfishafi gefur leyfiRúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við Vísi að stutt sé síðan lyfið hafi fengið evrópskt markaðsleyfi. „Lyfið fékk skráningu núna fyrsta júní þá er það komið með evrópsk markaðsleyfi. Í sjálfu sér er ekkert sem stoppar innflutning á lyfinu. Markaðsleyfishafi lyfsins hefur ekki ákveðið að setja lyfið á markað hér á Íslandi,“ segir Rúna. Hún nefnir að það þurfi að sækja um verð hér á landi og að samþykkja þurfi íslenskar pakkningar. Rúna tekur fram að þó markaðsleyfishafi hafi ekki ákveðið að setja lyfið á markað þá er hægt að flytja inn lyfið á undanþágu hafi það fengið markaðsleyfi í Evrópu. „Þá er það annað hvort Lyfjanefnd Landspítalans sem óskar eftir því eða einhver ákveðinn læknir sem óskar eftir því að lyfið sé flutt inn á undanþágu,“ segir Rúna.Rándýrt lyfLyfið hefur fengið það orð á sig að vera dýrasta lyf í heimi og er það meðal þess sem kemur fram í svari ráðherra. Þar segir að einn skammtur kosti 12,5 milljónir króna eða 125 þúsund dollara. Rúna nefnir að lyfið sé vissulega dýrt en að það sé engan veginn hægt að fullyrða að þetta sé dýrasta lyf sem sést hefur. Verið sé að vísa í bandarísk verð. Verðið mun hins vegar ekki hafa áhrif á innflutning lyfsins en gæti haft áhrif á hvort lyfið verði notað. „Það kannski hefur einhver áhrif á það hvort eigi að nota það en það er verið að nota töluvert af dýrum lyfjum á Íslandi og þetta er í efri kantinum. Af því að þetta er svo nýkomið inn á evrópska lyfjaskráningu þá höfum við ekki séð verðin í verðskránum á Norðurlöndunum, “ segir Rúna um áhrif verðs. Rúna segir að erfitt sé að segja til um þörfina á lyfinu en vitnar í svar ráðherra að lyfið væri ekki á forgangslista landspítalans „Hann byggist á því hver er talin þörfin, byggð á sjúklingum,“ segir Rúna. Aukaverkanir og hikandi læknarLyfið er í svokölluðum forgangsflokki hjá skráningaryfirvöldum og getur verið skráð án þess að vera fullrannsakað. Aukaverkanir lyfsins eru meðal annars óeðlileg blóðstorknun, lækkun blóðflagna sem og nýrnaskemmdir. Í svari ráðherra segir að „ Af framangreindum sökum hafa heilbrigðisstofnanir og sjúkratryggingafélög í Bandaríkjunum verið hikandi við að taka lyfið í notkun og hafa beðið um haldbærari sannanir en fyrir liggja um árangur lyfsins.“ Umsókn um innleiðingu og greiðsluþátttöku lyfsins hefur ekki enn borist á borð lyfjagreiðslunefndar. Lyfjastofnun sé um að ákveða hvaða lyf fá markaðsleyfi hér á landi. Lyfjagreiðslunefnd sér síðan um að ákveða greiðsluþátttöku ríkisins og innleiðingu lyfja í samráði við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala.
Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira