Tíu í haldi grunaðir um fíkniefnasmygl Snærós Sindradóttir skrifar 19. maí 2017 07:00 Tíu manns hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem enn stendur yfir á síðustu tveimur mánuðum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. vísir/eyþór Tíu manns sitja í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðir um fíkniefnasmygl. Einstaklingarnir komu hver í sínu lagi til landsins með flugi og voru ýmist með fíkniefnin innvortis eða í farangri sínum. Um tvær konur og átta karlmenn er að ræða. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að um óvenju miklar annir sé að ræða. „Þetta eru allt sterk fíkniefni, ýmist kókaín eða amfetamín. Einnig MDMA-efni,“ segir Jón Halldór um fíkniefnin sem flutt hafa verið til landsins á undanförnum tveimur mánuðum og hlaupa samanlagt á nokkrum kílóum. Enginn Íslendingur er á meðal þeirra tíu sem sitja í gæsluvarðhaldi. Um er að ræða einn Bandaríkjamann, tvo frá Brasilíu og sjö Hollendinga eða einstaklinga með tengingar við Holland eins og frá fyrrverandi nýlendu Hollands, Súrínam. Að sögn Jóns Halldórs hefur lögreglan enn ekki fengið botn í hvort þetta merki stóraukinn innflutning á fíkniefnum eða hvort um heppni lögreglu og tollayfirvalda sé að ræða. Þrátt fyrir að um tíu aðskildar sendingar sé að ræða, frá jafn mörgum einstaklingum, hefur lögreglan til rannsóknar hvort tengingar séu á milli sendinganna. Þær eigi sér mögulega sömu upptök hér á landi eða erlendis. Jón Halldór vill ekki segja til um hvort lögreglan sé einhverju nær um hvort svo sé. „Það er eitthvað sem ég ætla bara að halda fyrir mig á þessu stigi. Við erum að sjálfsögðu að skoða tengingar á milli þessara mála en hvernig þetta er vaxið neita ég að tjá mig um eins og staðan er. Þessi mál eru á viðkvæmu stigi og flest á fullu í rannsókn en þetta er samt staðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Súrínam Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Tíu manns sitja í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðir um fíkniefnasmygl. Einstaklingarnir komu hver í sínu lagi til landsins með flugi og voru ýmist með fíkniefnin innvortis eða í farangri sínum. Um tvær konur og átta karlmenn er að ræða. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að um óvenju miklar annir sé að ræða. „Þetta eru allt sterk fíkniefni, ýmist kókaín eða amfetamín. Einnig MDMA-efni,“ segir Jón Halldór um fíkniefnin sem flutt hafa verið til landsins á undanförnum tveimur mánuðum og hlaupa samanlagt á nokkrum kílóum. Enginn Íslendingur er á meðal þeirra tíu sem sitja í gæsluvarðhaldi. Um er að ræða einn Bandaríkjamann, tvo frá Brasilíu og sjö Hollendinga eða einstaklinga með tengingar við Holland eins og frá fyrrverandi nýlendu Hollands, Súrínam. Að sögn Jóns Halldórs hefur lögreglan enn ekki fengið botn í hvort þetta merki stóraukinn innflutning á fíkniefnum eða hvort um heppni lögreglu og tollayfirvalda sé að ræða. Þrátt fyrir að um tíu aðskildar sendingar sé að ræða, frá jafn mörgum einstaklingum, hefur lögreglan til rannsóknar hvort tengingar séu á milli sendinganna. Þær eigi sér mögulega sömu upptök hér á landi eða erlendis. Jón Halldór vill ekki segja til um hvort lögreglan sé einhverju nær um hvort svo sé. „Það er eitthvað sem ég ætla bara að halda fyrir mig á þessu stigi. Við erum að sjálfsögðu að skoða tengingar á milli þessara mála en hvernig þetta er vaxið neita ég að tjá mig um eins og staðan er. Þessi mál eru á viðkvæmu stigi og flest á fullu í rannsókn en þetta er samt staðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Súrínam Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira