Svíar hættir að eltast við Assange Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2017 10:15 Julian Assange. Vísir/AFP Yfirvöld í Svíþjóð hafa tilkynnt að þau hafi fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Sömuleiðis hefur handtökuskipun gegn Assange verið felld niður. Assange, sem er 45 ára gamall, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012 til að komast hjá handtöku af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Lögreglan í London segir þó að þrátt fyrir að yfirvöld í Svíþjóð séu hætt að eltast við Assange, verði þeir að handtaka hann fái þeir færi á því. Það er vegna annarrar ákæru gegn honum fyrir að mæta ekki fyrir rétt. Assange hefur ávalt neitað þeim ásökunum sem beinst hafa gegn honum. Á Twitter-síðu Wikileaks segir að Bretar neiti að staðfesta hvort að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum. Verði hann framseldur til Bandaríkjanan gæti hann verið ákærður fyrir njósnir. Miðað við Twitter-síðu Assange, virðist hann þó nokkuð ánægður með fréttirnar. Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi talsmaður Wikileaks og samstarfsmaður Assange segir þetta miklar gleðifréttir. „Það er gott að fá þær í sömu vikunni og Chelsea Manning gengur út úr fangelsi í Bandaríkjunum, sem frjáls kona. Það er gott að fá þetta sænska mál algerlega út úr myndinni. Það lá alltaf fyrir að það stóð ekki steinn yfir steini í því máli og það hvernig sænsk stjórnvöld hafa haldið á því er til háborinnar skammar,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Hann segir vanda Assange þó ekki fullleystan þar sem víglínan hafi í raun bara færst til. Þar sem stjórnvöld í Bretlandi neiti að staðfesta hvort að framsalsbeiðni hafi borist. „Nýlega sagði Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að það væri forgangsmál að ákæra Julian Assange, þannig að það þarf að fá úr því skorið hver staðan er í því máli. Aðgerðir Bandaríkjamanna, sem hafa verið með leynirannsókn í gangi frá 2010 hafa alltaf verið aðal áhyggjuefnið.“ Kristinn segir að þetta þýði ekki að Assange geti yfirgefið sendiráðið enn. Enn sé í gildi handtökuskipun vegna þess að hann hafi komið sér undan tryggingu þegar hann fór inn í sendiráðið. Stóra málið sé hvort að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum til Bretlands.pic.twitter.com/dDvB1Vekhg— Julian Assange (@JulianAssange) May 19, 2017 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Yfirvöld í Svíþjóð hafa tilkynnt að þau hafi fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Sömuleiðis hefur handtökuskipun gegn Assange verið felld niður. Assange, sem er 45 ára gamall, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012 til að komast hjá handtöku af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Lögreglan í London segir þó að þrátt fyrir að yfirvöld í Svíþjóð séu hætt að eltast við Assange, verði þeir að handtaka hann fái þeir færi á því. Það er vegna annarrar ákæru gegn honum fyrir að mæta ekki fyrir rétt. Assange hefur ávalt neitað þeim ásökunum sem beinst hafa gegn honum. Á Twitter-síðu Wikileaks segir að Bretar neiti að staðfesta hvort að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum. Verði hann framseldur til Bandaríkjanan gæti hann verið ákærður fyrir njósnir. Miðað við Twitter-síðu Assange, virðist hann þó nokkuð ánægður með fréttirnar. Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi talsmaður Wikileaks og samstarfsmaður Assange segir þetta miklar gleðifréttir. „Það er gott að fá þær í sömu vikunni og Chelsea Manning gengur út úr fangelsi í Bandaríkjunum, sem frjáls kona. Það er gott að fá þetta sænska mál algerlega út úr myndinni. Það lá alltaf fyrir að það stóð ekki steinn yfir steini í því máli og það hvernig sænsk stjórnvöld hafa haldið á því er til háborinnar skammar,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Hann segir vanda Assange þó ekki fullleystan þar sem víglínan hafi í raun bara færst til. Þar sem stjórnvöld í Bretlandi neiti að staðfesta hvort að framsalsbeiðni hafi borist. „Nýlega sagði Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að það væri forgangsmál að ákæra Julian Assange, þannig að það þarf að fá úr því skorið hver staðan er í því máli. Aðgerðir Bandaríkjamanna, sem hafa verið með leynirannsókn í gangi frá 2010 hafa alltaf verið aðal áhyggjuefnið.“ Kristinn segir að þetta þýði ekki að Assange geti yfirgefið sendiráðið enn. Enn sé í gildi handtökuskipun vegna þess að hann hafi komið sér undan tryggingu þegar hann fór inn í sendiráðið. Stóra málið sé hvort að framsalsbeiðni hafi borist frá Bandaríkjunum til Bretlands.pic.twitter.com/dDvB1Vekhg— Julian Assange (@JulianAssange) May 19, 2017
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent