Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2017 14:12 Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna. Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti vantraustsyfirlýsingu á formann samtakanna, Ólaf Arnarson, á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var laugardaginn 6. maí síðastliðinn.Greint var fyrst frá málinu á vef DV en Ólafur var kjörinn formaður samtakanna á síðasta þingi þeirra í október síðastliðnum þar sem hann hlaut 129 atkvæði af 232 mögulegum. Félagsfræðiprófessorinn Stefán Hrafn Jónsson, sem situr í stjórn samtakanna, segir við DV að ekki ríki lengur trúnaður með störf Ólafs því hann hafi sett samtökin í þrönga stöðu. Um er að ræða ákvarðanir sem kosta peninga að sögn Stefáns Hrafns, en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Ólafur Arnarson segir í samtali við Vísi að það sé eðlilegt að tekist sé á um mál innan Neytendasamtakanna. „Þaðan kemur fólk úr öllum áttum og ekki endilega allir sammála um allt. Ég hef lagt áherslu á að ljúka málum innan stjórnarinnar. Stjórnin er kosin á þingi samtakanna og formaðurinn einnig í beinni kosningu. Ég hef engin áform önnur en að gegna formennsku fram í október 2018, þá verður næsta þing.“ Spurður hvort hann geti starfað sem formaður samtakanna án stuðnings stjórnarinnar fram að næsta þingi neytendasamtakanna, sem eru í október 2018, segir hann ekkert því til fyrirstöðu. Vísir reyndi að fá upplýsingar um hvaða ákvarðanir það voru sem Ólafur tók sem lögðust svo illa í stjórnina en enginn var tilbúinn að gefa það upp að svo stöddu, hvorki stjórnarmenn né formaðurinn. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök og allir sem eru orðnir 18 ára geta orðið félagar og notið fullra félagslegra réttinda. Um 8.200 manns eru í samtökunum og er árgjaldið 5.500 krónur. „Mér finnst mjög miður að menn séu að ræða með neikvæðum hætti um samtökin, af því ég tel þetta vera umræðu með neikvæðum hætti. Ég ætla ekki efnislega að svara því nema það er alrangt að það hafi orðið einhver breyting á stöðu Neytendasamtakanna vegna minna ákvarðana,“ segir Ólafur. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti vantraustsyfirlýsingu á formann samtakanna, Ólaf Arnarson, á síðasta stjórnarfundi sem haldinn var laugardaginn 6. maí síðastliðinn.Greint var fyrst frá málinu á vef DV en Ólafur var kjörinn formaður samtakanna á síðasta þingi þeirra í október síðastliðnum þar sem hann hlaut 129 atkvæði af 232 mögulegum. Félagsfræðiprófessorinn Stefán Hrafn Jónsson, sem situr í stjórn samtakanna, segir við DV að ekki ríki lengur trúnaður með störf Ólafs því hann hafi sett samtökin í þrönga stöðu. Um er að ræða ákvarðanir sem kosta peninga að sögn Stefáns Hrafns, en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Ólafur Arnarson segir í samtali við Vísi að það sé eðlilegt að tekist sé á um mál innan Neytendasamtakanna. „Þaðan kemur fólk úr öllum áttum og ekki endilega allir sammála um allt. Ég hef lagt áherslu á að ljúka málum innan stjórnarinnar. Stjórnin er kosin á þingi samtakanna og formaðurinn einnig í beinni kosningu. Ég hef engin áform önnur en að gegna formennsku fram í október 2018, þá verður næsta þing.“ Spurður hvort hann geti starfað sem formaður samtakanna án stuðnings stjórnarinnar fram að næsta þingi neytendasamtakanna, sem eru í október 2018, segir hann ekkert því til fyrirstöðu. Vísir reyndi að fá upplýsingar um hvaða ákvarðanir það voru sem Ólafur tók sem lögðust svo illa í stjórnina en enginn var tilbúinn að gefa það upp að svo stöddu, hvorki stjórnarmenn né formaðurinn. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök og allir sem eru orðnir 18 ára geta orðið félagar og notið fullra félagslegra réttinda. Um 8.200 manns eru í samtökunum og er árgjaldið 5.500 krónur. „Mér finnst mjög miður að menn séu að ræða með neikvæðum hætti um samtökin, af því ég tel þetta vera umræðu með neikvæðum hætti. Ég ætla ekki efnislega að svara því nema það er alrangt að það hafi orðið einhver breyting á stöðu Neytendasamtakanna vegna minna ákvarðana,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira