Formaður Íslendingafélagsins í Orlando ætlar ekki að flýja Irmu Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 13:00 Fleiri en 6,5 milljónir íbúar Flórídafylkis hafa flúið heimili sín vegna fellibylsins Irmu. Vísir/AFP Pétur Sigurðsson, formaður Íslendingafélagsins í Orlando, ákvað að flýja ekki heimili sitt vegna fellibylsins Irmu. Pétur er búsettur í Orlando. „Við ákváðum bara að vera heima. Ride it out eins og þeir segja hér í Ameríku, enda er ekkert hægt að fara,“ sagði Pétur í samtali við Bylgjuna. Pétur segir að fólk á svæðinu hafi áhyggjur af Irmu en að vindhraðinn sé ekki orðinn mikill á því svæði sem hann er búsettur á. „Fellibylurinn er að koma inn á Key West af fullu afli og fer þaðan yfir til Naples. Þetta fer að ná alvöru styrk um átta leitið í kvöld á okkar tíma.“ „Ég myndi ekki vilja vera á ströndinni á Key West núna. Key West fer í kaf á eftir,“ segir Pétur. Ljósblái liturinn á myndinni til hægri sýnir þau landsvæði sem eru minna en fimm metrum yfir sjávarmáli. Búist er við fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar fellibylsins Irmu.Mynd/NASABúist er við fjögurra metra hárri flóðöldu þegar Irma skellur á skagann og Key West er einungis hálfum meter yfir sjávarmáli. Pétur segist dást að yfirvöldum í Flórídafylki. „Þeir hafa staðið sig vel í fólksflutningum og í að tryggja það að aðal umferðarleiðir séu hreinar og að það sé nóg af eldsneyti og vatni. Hérna er búið að skikka 6,5 milljónir manns til að færa sig til á öruggara svæði,“ segir Pétur og bætir því við að í raun séu bara þrír vegir sem aðallega eru notaðir. Pétur og kona hans finna ekki fyrir hræðslu, en þau eru kvíðin. „Við teljum að húsið þoli þetta. Við erum með herbergi í húsinu sem er gluggalaust og getum hlaupið þangað inn ef það kemur viðvörun en maður hangir ekki inni í fataherbergi í 36 klukkutíma.“ Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Pétur Sigurðsson, formaður Íslendingafélagsins í Orlando, ákvað að flýja ekki heimili sitt vegna fellibylsins Irmu. Pétur er búsettur í Orlando. „Við ákváðum bara að vera heima. Ride it out eins og þeir segja hér í Ameríku, enda er ekkert hægt að fara,“ sagði Pétur í samtali við Bylgjuna. Pétur segir að fólk á svæðinu hafi áhyggjur af Irmu en að vindhraðinn sé ekki orðinn mikill á því svæði sem hann er búsettur á. „Fellibylurinn er að koma inn á Key West af fullu afli og fer þaðan yfir til Naples. Þetta fer að ná alvöru styrk um átta leitið í kvöld á okkar tíma.“ „Ég myndi ekki vilja vera á ströndinni á Key West núna. Key West fer í kaf á eftir,“ segir Pétur. Ljósblái liturinn á myndinni til hægri sýnir þau landsvæði sem eru minna en fimm metrum yfir sjávarmáli. Búist er við fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar fellibylsins Irmu.Mynd/NASABúist er við fjögurra metra hárri flóðöldu þegar Irma skellur á skagann og Key West er einungis hálfum meter yfir sjávarmáli. Pétur segist dást að yfirvöldum í Flórídafylki. „Þeir hafa staðið sig vel í fólksflutningum og í að tryggja það að aðal umferðarleiðir séu hreinar og að það sé nóg af eldsneyti og vatni. Hérna er búið að skikka 6,5 milljónir manns til að færa sig til á öruggara svæði,“ segir Pétur og bætir því við að í raun séu bara þrír vegir sem aðallega eru notaðir. Pétur og kona hans finna ekki fyrir hræðslu, en þau eru kvíðin. „Við teljum að húsið þoli þetta. Við erum með herbergi í húsinu sem er gluggalaust og getum hlaupið þangað inn ef það kemur viðvörun en maður hangir ekki inni í fataherbergi í 36 klukkutíma.“
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00
Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22