Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2017 07:15 Repúblikanar í öldungadeildinni glöddust yfir sigri sínum. Nordicphotos/AFP Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent