Stefán Hallur stígur til hliðar sem kennari við LHÍ til að „axla ábyrgð og skapa frið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 14:40 Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands í kjölfar #metoo umræðunnar. Vísir/Ernir Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur staðfestir þetta í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá málinu. Stefán Hallur segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gott samtal við Steinunni Knútsdóttur forseti sviðslistadeildar og Stefán Jónsson, fráfarandi fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. „Við höfum verið að eiga mörg samtöl undanfarið í kjölfarið af þessari umræðu sem upp hefur komið. Í kjölfarið af því var þessi ákvörðun tekin.“Ætlar að hlusta og breytaFyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að Stefán Jónsson hafi ákveðið að stíga til hliðar í kjölfar #metoo byltingarinnar. Stefán sagði í samtali við Vísi í dag að sumar þeirra reynslusagna sem konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.Sjá einnig: Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Stefán Hallur segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni. „Þetta tengist eftir minni bestu vitund ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“ Hann vonar að þessar breytingar sem verið er að gera muni hafa jákvæð áhrif á andrúmsloftið innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að gera það. Það er allavega mín einlæg von og trú að það geri það.“Aðgerðirnar framundan eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Aðspurður hvort ákvörðunin tengist ákvörðun Stefáns nafna hans svarar Stefán Hallur: „Þetta er vissulega náttúrulega í samráði við skólann, þetta er allt útfrá okkar samtali.“ Hann segir ákvörðunina tekna undir áhrifum af þeim þörfu breytingum sem verið er að gera í skólanum. Ekki náðist í Steinunni Knútsdóttir við vinnslu fréttar. MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur staðfestir þetta í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá málinu. Stefán Hallur segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gott samtal við Steinunni Knútsdóttur forseti sviðslistadeildar og Stefán Jónsson, fráfarandi fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. „Við höfum verið að eiga mörg samtöl undanfarið í kjölfarið af þessari umræðu sem upp hefur komið. Í kjölfarið af því var þessi ákvörðun tekin.“Ætlar að hlusta og breytaFyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að Stefán Jónsson hafi ákveðið að stíga til hliðar í kjölfar #metoo byltingarinnar. Stefán sagði í samtali við Vísi í dag að sumar þeirra reynslusagna sem konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.Sjá einnig: Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Stefán Hallur segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni. „Þetta tengist eftir minni bestu vitund ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“ Hann vonar að þessar breytingar sem verið er að gera muni hafa jákvæð áhrif á andrúmsloftið innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að gera það. Það er allavega mín einlæg von og trú að það geri það.“Aðgerðirnar framundan eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Aðspurður hvort ákvörðunin tengist ákvörðun Stefáns nafna hans svarar Stefán Hallur: „Þetta er vissulega náttúrulega í samráði við skólann, þetta er allt útfrá okkar samtali.“ Hann segir ákvörðunina tekna undir áhrifum af þeim þörfu breytingum sem verið er að gera í skólanum. Ekki náðist í Steinunni Knútsdóttir við vinnslu fréttar.
MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00