Kapphlaup að hefjast um Þjóðgarðastofnun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2017 10:45 Fra Jökulsárlóni. Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, kynnti áform um Þjóðgarðastofnun síðastliðið sumar. Stöð 2/Kristinn Þeyr Magnússon. Kapphlaup er að hefjast milli sveitarfélaga um staðsetningu Þjóðgarðastofnunar. Borgarbyggð sækist eftir því að stofnunin verði á Hvanneyri og bæjarstjórinn á Hornafirði segir eðlilegt að yfirstjórnin verði þar, að minnsta kosti að hluta til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sem síðastliðið sumar kynnti áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun, og nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, lýsti stuðningi sínum við málið í Víglínunni á Stöð 2 fyrir jól. „Það hefur verið kallað eftir þessu mjög lengi að reyna að samhæfa betur stjórnun friðlýstra svæða á Íslandi, eða verndaðra svæða. Við erum að setja þetta allt undir einn hatt. Það var kallað eftir þessu meðal annars í vegvísi ferðaþjónustunnar,“ sagði Guðmundur Ingi og taldi Þjóðgarðastofnun verða mjög til bóta. Og líklega mun ekki skorta sveitarstjórnarmenn sem vilja fá til sín nýja opinbera stofnun.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að öll sveitarfélög, - og við erum ekkert undanskilin þar, - myndum að sjálfsögðu vilja sjá fleiri opinber störf,“ sagði Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Við myndum svo gjarnan vilja, og teljum mjög eðlilegt, að til dæmis eitthvað í tengslum við yfirstjórn og stjórn á þessum náttúrufyrirbærum, eins og Vatnajökulsþjóðgarði, væri hér í sveitarfélaginu. Það er engin launung á því. Við höfum haldið því fram í fjölda ára að yfirstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ætti náttúrlega að vera í þessari paradís,“ segir bæjarstjóri Hornfirðinga.Frá Hvanneyri í Borgarfirði. Borgarbyggð býður gamla skólahús Bændaskólans undir Þjóðgarðastofnun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og nú hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar boðið gamla skólahúsið á Hvanneyri fyrir Þjóðgarðastofnun með vísan til þess að ætlunin sé að skerða skipulagsvald sveitarfélagsins yfir stórum svæðum með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Skorað er á ráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að stofnunun verði sett niður á Hvanneyri. „Mikilvægt er að fagstofnun, sem Þjóðgarðastofnun yrði, sé fundinn staður þar sem hún yrði landfræðilega vel staðsett, myndi starfa í nánum tengslum við meginviðfangsefni sitt og hefði faglegan og samfélagslegan styrk af sínu nánasta umhverfi. Allar þessar forsendur eru til staðar á Hvanneyri í Borgarfirði,“ segir í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Ég held við verðum samt, - megum aldrei gleyma því, - að við megum ekki gleyma okkur í baráttunni nákvæmlega fyrir því hvar stofnunin er. Það er aðalatriðið að hún verði til. Því hún, - held ég, - eflir til muna þessar stofnanir sem þessir þjóðgarðar okkar eru. Stoðkerfi þeirra eflist mjög mikið með tilkomu Þjóðgarðastofnunar, - held ég,“ sagði Björn Ingi, bæjarstjóri Hornafjarðar. Fyrrverandi umhverfisráðherra hafði boðað að lagafrumvarp um nýja Þjóðgarðastofnun yrði lagt fram á vorþingi 2018. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun. 18. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Kapphlaup er að hefjast milli sveitarfélaga um staðsetningu Þjóðgarðastofnunar. Borgarbyggð sækist eftir því að stofnunin verði á Hvanneyri og bæjarstjórinn á Hornafirði segir eðlilegt að yfirstjórnin verði þar, að minnsta kosti að hluta til. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sem síðastliðið sumar kynnti áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun, og nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, lýsti stuðningi sínum við málið í Víglínunni á Stöð 2 fyrir jól. „Það hefur verið kallað eftir þessu mjög lengi að reyna að samhæfa betur stjórnun friðlýstra svæða á Íslandi, eða verndaðra svæða. Við erum að setja þetta allt undir einn hatt. Það var kallað eftir þessu meðal annars í vegvísi ferðaþjónustunnar,“ sagði Guðmundur Ingi og taldi Þjóðgarðastofnun verða mjög til bóta. Og líklega mun ekki skorta sveitarstjórnarmenn sem vilja fá til sín nýja opinbera stofnun.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að öll sveitarfélög, - og við erum ekkert undanskilin þar, - myndum að sjálfsögðu vilja sjá fleiri opinber störf,“ sagði Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. „Við myndum svo gjarnan vilja, og teljum mjög eðlilegt, að til dæmis eitthvað í tengslum við yfirstjórn og stjórn á þessum náttúrufyrirbærum, eins og Vatnajökulsþjóðgarði, væri hér í sveitarfélaginu. Það er engin launung á því. Við höfum haldið því fram í fjölda ára að yfirstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ætti náttúrlega að vera í þessari paradís,“ segir bæjarstjóri Hornfirðinga.Frá Hvanneyri í Borgarfirði. Borgarbyggð býður gamla skólahús Bændaskólans undir Þjóðgarðastofnun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og nú hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar boðið gamla skólahúsið á Hvanneyri fyrir Þjóðgarðastofnun með vísan til þess að ætlunin sé að skerða skipulagsvald sveitarfélagsins yfir stórum svæðum með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Skorað er á ráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að stofnunun verði sett niður á Hvanneyri. „Mikilvægt er að fagstofnun, sem Þjóðgarðastofnun yrði, sé fundinn staður þar sem hún yrði landfræðilega vel staðsett, myndi starfa í nánum tengslum við meginviðfangsefni sitt og hefði faglegan og samfélagslegan styrk af sínu nánasta umhverfi. Allar þessar forsendur eru til staðar á Hvanneyri í Borgarfirði,“ segir í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar. „Ég held við verðum samt, - megum aldrei gleyma því, - að við megum ekki gleyma okkur í baráttunni nákvæmlega fyrir því hvar stofnunin er. Það er aðalatriðið að hún verði til. Því hún, - held ég, - eflir til muna þessar stofnanir sem þessir þjóðgarðar okkar eru. Stoðkerfi þeirra eflist mjög mikið með tilkomu Þjóðgarðastofnunar, - held ég,“ sagði Björn Ingi, bæjarstjóri Hornafjarðar. Fyrrverandi umhverfisráðherra hafði boðað að lagafrumvarp um nýja Þjóðgarðastofnun yrði lagt fram á vorþingi 2018. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun. 18. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun. 18. ágúst 2017 13:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent