Innlent

Kristján Þór endurskipar samráðshóp um búvörusamninga

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum eigi síðar en í lok árs 2018.
Lögð verður áhersla á að hópurinn ljúki störfum eigi síðar en í lok árs 2018. Vísir/Stefán
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Upphaflega var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgað í þrettán. Nú hefur verið ákveðið að fækka þeim að nýju og verður óskað eftir nýjum tilnefningum á næstu dögum.

Samráðshópnum verður sett erindisbréf sem tekur mið af þeim áherslum sem fram koma í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi þegar gildandi búvörulög voru samþykkt.

Hópurinn á að ljúka störfum í síðasta lagi í lok árs 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×