Ný nemakort Strætó veita aðgang að bílum Zipcar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2017 11:45 Nemakortið kostar 28.600 krónur. Strætó Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Samgöngur Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Strætó mun bjóða nemendum 18 ára og eldri kost á að kaupa 6 mánaða strætókort með sérstökum kaupauka frá deilibílaþjónustunni Zipcar, frá og með 3. janúar næstkomandi. Kaupaukinn veitir handhöfum frítt meðlimagjald í 6 mánuði og eina ókeypis klukkustund á mánuði. Um er að ræða tilboð sem mun standa til boða nú í janúar. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í tilkynningu vera spenntur fyrir þessari tilraun og bindur vonir við að nemendur á höfuðborgarsvæðinu sjái kosti þess að nýta sér tilboðið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Vilja bjóða skemmri skuldbindingu „Við höfum fengið ábendingar frá nemum sem telja of mikla skuldingu að kaupa sér árskort í Strætó, við viljum endilega koma til móts þennan hóp með því að bjóða þeim skemmri skuldbindingu. Jafnframt gerum við okkur ljóst að margir þurfa stöku sinnum að nota bíl, þrátt fyrir að kjósa Strætó almennt. Með því að tengja saman Strætó og Zipcar erum við að koma betur til móts við þennan hóp farþega“, segir Jóhannes. Zipcar er alþjóðlegt vörumerki og stærsta deilibílaþjónusta í Evrópu. Hugmyndin er sú að meðlimir hafa aðgang að Zipbílum eftir þörfum. Með Zipcar appi er hægt að panta bíla á þeim staðsetningum sem hentar hverjum og einum. Í dag má finna Zipbílar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. „Með samstarfi Zipcar og Strætó býðst nemum fullkomin lausn á að sleppa alveg einkabílnum. Strætó er góður vettvangur til að komast á milli staða og að sama skapi er Zipcar góð lausn þegar þarf að „skreppa“ eins og í búðina og á fundi svo dæmi sé tekið. Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla. Með þessu samstarfi eru enn meiri líkur á að nemendur geti algjörlega sparað sér bílakaup,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri Zipcar á Íslandi. Tveir Zipcar bílar eru við Háskólann í Reykjavík.Reykjavíkurborg Frír klukkutími í mánuði Sex mánaða StrætóZip nemakortið mun kosta 28.600 krónur. Kortið gildir í alla strætisvagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þá nyýtist það líka í næturvagna úr miðbænum sem hefja akstur þann 13. janúar. Tilboðið til nemenda virkar eins og „ZipSmart“ áskrift hjá Zipcar. Nemendur fá 1500 króna mánaðargjaldið frítt í sex mánuði auk einnar frírrar klukkustundar á mánuði. Þegar hún hefur verið notuð greiðir notandi 1500 krónur fyrir klukkustund. Innifalið í klukkutíma er eldsneyti, tryggingar og 55 km. Það er bílaleigan Avis sem býður upp á Zipcar þjónustuna. Zipcar virkar almennt þannig að notendur þurfa að skrá sig hjá fyrirtækinu til þess að geta leigt bíl. Hægt er að velja mismunandi leiðir eftir notkun.Fjallað var um Zipcar og samanburð við bílaleigubíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september.
Samgöngur Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira