ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:00 Minnst fjörutíu eru látnir og tugir særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. Árásin var gerð á fréttastofu afganska miðilsins Afghan Voice og á nærliggjandi menningarmiðstöð sjía-múslima í vesturhluta borgarinnar sem urðu illa úti í árásinni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Afganistan sprungu tvær aðrar sprengjur í nágrenninu í kjölfar árásarinnar. Fjöldi námsmanna var staddur í miðstöðinni þegar sprengjan sprakk en tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús og minnst 41 dauðsfall hefur verið staðfest. Una Sighvatsdóttir hefur undanfarið ár starfað í Kabúl og víðar í Afganistan á vegum NATO. Hún er stödd hér á landi um þessar mundir en henni var mjög brugðið þegar hún fékk fregnir af árásinni í morgun. „Þetta var mjög stór árás sem var gerð í morgun og ISIS eru búnir að lýsa yfir ábyrgð á henni. Og þetta er svona enn eitt merki um það að það hefur ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra á árinu eins og Bandaríkjamenn ætluðu sér. Því miður þá skjóta þeir upp höfðinu þarna eins og gorkúlur,“ segir Una. ISIS, eða samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eru tiltölulega ný ógn í landinu að sögn Unu, þótt samtökin hafi mikið látið til sín taka í nágrannalöndunum. Hún segir nokkuð kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að viðburðurinn sem stóð yfir í menningarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, hafi verið haldinn í tilefni af því að þrjátíu og átta ár eru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Síðan þá hefur stríð verið viðvarandi í landinu. Una segir ljóst að ekki muni sjá fyrir endann á átökunum á næstunni og hryðjuverkasamtökin geri engan greinarmun á fórnarlömbum sínum. „Þarna er ungt menntað fólk, fjölmiðlamenn, konur og börn. Það er nú það sorglega í þessu,“ segir Una. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Minnst fjörutíu eru látnir og tugir særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. Árásin var gerð á fréttastofu afganska miðilsins Afghan Voice og á nærliggjandi menningarmiðstöð sjía-múslima í vesturhluta borgarinnar sem urðu illa úti í árásinni. Að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Afganistan sprungu tvær aðrar sprengjur í nágrenninu í kjölfar árásarinnar. Fjöldi námsmanna var staddur í miðstöðinni þegar sprengjan sprakk en tugir voru fluttir særðir á sjúkrahús og minnst 41 dauðsfall hefur verið staðfest. Una Sighvatsdóttir hefur undanfarið ár starfað í Kabúl og víðar í Afganistan á vegum NATO. Hún er stödd hér á landi um þessar mundir en henni var mjög brugðið þegar hún fékk fregnir af árásinni í morgun. „Þetta var mjög stór árás sem var gerð í morgun og ISIS eru búnir að lýsa yfir ábyrgð á henni. Og þetta er svona enn eitt merki um það að það hefur ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra á árinu eins og Bandaríkjamenn ætluðu sér. Því miður þá skjóta þeir upp höfðinu þarna eins og gorkúlur,“ segir Una. ISIS, eða samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eru tiltölulega ný ógn í landinu að sögn Unu, þótt samtökin hafi mikið látið til sín taka í nágrannalöndunum. Hún segir nokkuð kaldhæðnislegt til þess að hugsa, að viðburðurinn sem stóð yfir í menningarmiðstöðinni þegar árásin var gerð, hafi verið haldinn í tilefni af því að þrjátíu og átta ár eru liðin frá innrás Sovétmanna í Afganistan. Síðan þá hefur stríð verið viðvarandi í landinu. Una segir ljóst að ekki muni sjá fyrir endann á átökunum á næstunni og hryðjuverkasamtökin geri engan greinarmun á fórnarlömbum sínum. „Þarna er ungt menntað fólk, fjölmiðlamenn, konur og börn. Það er nú það sorglega í þessu,“ segir Una.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52