Rúmir tveir dagar í verkfall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2017 19:00 Komi til verkfalls flugvirkja hjá Icelandair á sunnudagsmorgun gæti það reynst flugfélaginu erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem yrði vegna stöðvunar flugflotans. Þá yrði óvíst hvort flugfarþegar kæmust á áfangastaði fyrir jól. Fundur var í kjaradeilu flugvirkja í dag. Samningamenn í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélagi Íslands komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn er sá fjórtándi síðan í september, þegar kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara, en eftir fundinn í gær vildu framkvæmdastjóri SA meina að eitthvað hefði þokast í samkomulagsátt. Formaður flugvirkjafélagsins var þessu ekki sammála og gat ekki sagt við hverju mætti búast á fundinum í dag. „Ég bara get ekki sagt til um það á þessu stigi,“ sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins.Var einhver glæta í gær? „Það er haft eftir Samtökum atvinnu lífsins að svo hafi verið,“ sagði Óskar.Ekki í ykkar augum? „Ekki fannst mér það nei,“ sagði Óskar. Rétt um tveir og hálfur sólarhringur er þar til ótímabundið verkfall flugvirkja á að hefjast og komi það til framkvæmda mun það hafa gífurleg áhrif á þúsundir flugfarþega. Nær öll flug til og frá landinu eru uppbókuð fram að jólum og getur það reynst farþegum nær ómögulega að finna önnur flug. Komi til verkfalls á þessum tíma getur það reynst Icelandair erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem skapast hvern dag sem verkfallið varir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fylgist með gangi mála en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hann að engin áform væru uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög kjaradeilu flugvirkna og treysti því að samningsaðilar finndu lausn áður en til verkfalls kemur. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Ábyrgðin er svo sannarlega hjá báðum aðilum,“ sagði Óskar. Framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kröfur flugvirkja himinháar og í raun óraunhæfar. „Við teljum svo ekki vera,“ segir Óskar.Hvað teljið þið ykkur eiga inni? „Við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu og um það snýst þessi barátta. Það er bara þannig,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00 Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Komi til verkfalls flugvirkja hjá Icelandair á sunnudagsmorgun gæti það reynst flugfélaginu erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem yrði vegna stöðvunar flugflotans. Þá yrði óvíst hvort flugfarþegar kæmust á áfangastaði fyrir jól. Fundur var í kjaradeilu flugvirkja í dag. Samningamenn í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélagi Íslands komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Fundurinn er sá fjórtándi síðan í september, þegar kjaradeilunni var vísað til Ríkissáttasemjara, en eftir fundinn í gær vildu framkvæmdastjóri SA meina að eitthvað hefði þokast í samkomulagsátt. Formaður flugvirkjafélagsins var þessu ekki sammála og gat ekki sagt við hverju mætti búast á fundinum í dag. „Ég bara get ekki sagt til um það á þessu stigi,“ sagði Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins.Var einhver glæta í gær? „Það er haft eftir Samtökum atvinnu lífsins að svo hafi verið,“ sagði Óskar.Ekki í ykkar augum? „Ekki fannst mér það nei,“ sagði Óskar. Rétt um tveir og hálfur sólarhringur er þar til ótímabundið verkfall flugvirkja á að hefjast og komi það til framkvæmda mun það hafa gífurleg áhrif á þúsundir flugfarþega. Nær öll flug til og frá landinu eru uppbókuð fram að jólum og getur það reynst farþegum nær ómögulega að finna önnur flug. Komi til verkfalls á þessum tíma getur það reynst Icelandair erfitt að vinda ofan af þeirri keðjuverkun sem skapast hvern dag sem verkfallið varir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra fylgist með gangi mála en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hann að engin áform væru uppi hjá ríkisstjórninni að setja lög kjaradeilu flugvirkna og treysti því að samningsaðilar finndu lausn áður en til verkfalls kemur. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Ábyrgðin er svo sannarlega hjá báðum aðilum,“ sagði Óskar. Framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að kröfur flugvirkja himinháar og í raun óraunhæfar. „Við teljum svo ekki vera,“ segir Óskar.Hvað teljið þið ykkur eiga inni? „Við teljum okkur eiga inni launaleiðréttingu og um það snýst þessi barátta. Það er bara þannig,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00 Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Framkvæmdastjóri SA segir ekkert dæmi um viðlíka hækkun líkt og flugvirkjar fara fram á síðustu áratugi. Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. 14. desember 2017 07:00
Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila. 8. desember 2017 23:00
Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku. 10. desember 2017 13:09