Skortur á upplýsingum um matarsóun Lovísa Arnardóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Upplýsingar um matarsóun Íslendinga eru af skornum skammti. Engin leið er að mæla árangur. mynd/estelle divorne „Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hver raunveruleg áhrif af þessu eru. Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda“ segir segir Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar. Stefna um úrgangsforvarnir er sett til tólf ára í senn af umhverfisráðherra. Stefnan hefur það markmið að draga markvisst úr myndun úrgangs. Ný stefna, Saman gegn sóun – almenn stefna um úrgangsforvarnir, var sett árið 2016 og gildir því til ársins 2027.Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar.Úr einkasafni.Hins vegar eru ekki til upplýsingar um matarsóun Íslendinga, aðrar en þær sem safnað var saman í tveimur rannsóknum, sem framkvæmdar voru annars vegar 2015 og hins vegar 2016. Niðurstöður beggja rannsókna eru byggðar á matardagbókum sem einstaklingar eða fjölskyldur héldu í allt að viku og mældu allt sem til spillis fór á þeirra heimilum. Út frá niðurstöðum rannsóknanna er áætlað hversu miklu hver einstaklingur sóar af mat og drykk. Gallinn er þó sá að ekki er hægt að meta hvort matarsóun sé breytileg á milli mánaða, ára eða til dæmis hátíða. Að sama skapi er engin leið að mæla árangur áherslu stefnunnar síðastliðin tvö ár, því engar aðrar upplýsingar eru til um matarsóun á Íslandi. Ekki er stefnt á að framkvæma aðra álíka rannsókn fyrr en að tveimur eða þremur árum liðnum. „Þetta var risaverkefni. Þetta var styrkur til að gera grunnrannsókn en okkur langar að gera aftur rannsókn eftir ár eða tvö, þremur árum frá grunnrannsókn og sjá hvort ástandið sé eitthvað að batna” segir Ingunn Gunnarsdóttir hjá Umhverfisstofnun.Ingunn Gunnarsdóttir, hjá UmhverfisstofnunÁhrif matarsóunar eru margvísleg. Bæði er um að ræða mat sem hefði mögulega getað verið nýttur annars staðar, en einnig er um að ræða umhverfis- og samfélagsleg áhrif, sem geta náð langt út fyrir landsteinana. Í stefnu um úrgangsforvarnir er áhersla lögð á níu flokka úrgangs á gildistímanum, sem skipt er í tvennt eftir því í hvers konar forgangi þeir eru. Sex flokkar eru í forgangi í tvö ár í senn, en hina þrjá flokkana er unnið með til lengri tíma. Fyrsti flokkurinn sem lögð var áhersla á var matarsóun undir yfirskriftinni Matur er mannsins megin. Ýmis verkefni hafa verið framkvæmd á tímabilinu og á heimasíðunni www.matarsoun.is er að finna samantekt á þeim, ásamt góðum ráðum til að sporna við henni. Í byrjun næsta árs tekur plast við af matarsóun sem næsta forgangsverkefni stefnunnar til tveggja ára og eru bæði Umhverfisstofnun og Landvernd að búa sig undir breyttar áherslur. Nú eru í þróun svokallaðir umhverfisvísar hjá Umhverfisstofnun, til að mæla árangur stefnunnar og meta stöðu Íslendinga þegar kemur að öllum þeim flokkum sem til umræðu eru í úrgangsstefnunni. Tillaga um umhverfisvísa verður lögð fyrir nýjan umhverfisráðherra fyrir áramót. Að gefnu samþykki ráðherra ætti að vera hægt að taka þá í notkun á næsta ári. „Það fylgja þessu markmið, fyrir þessa vísa. Þeir munu taka hvern flokk fyrir sig. Það verða skilgreindir vísar fyrir matarsóun, plast og textíl og síðan þessa þrjá flokka sem eru í forgangi allan gildistíma stefnunnar“ segir Guðmundur B. Ingvarsson hjá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
„Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hver raunveruleg áhrif af þessu eru. Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda“ segir segir Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar. Stefna um úrgangsforvarnir er sett til tólf ára í senn af umhverfisráðherra. Stefnan hefur það markmið að draga markvisst úr myndun úrgangs. Ný stefna, Saman gegn sóun – almenn stefna um úrgangsforvarnir, var sett árið 2016 og gildir því til ársins 2027.Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar.Úr einkasafni.Hins vegar eru ekki til upplýsingar um matarsóun Íslendinga, aðrar en þær sem safnað var saman í tveimur rannsóknum, sem framkvæmdar voru annars vegar 2015 og hins vegar 2016. Niðurstöður beggja rannsókna eru byggðar á matardagbókum sem einstaklingar eða fjölskyldur héldu í allt að viku og mældu allt sem til spillis fór á þeirra heimilum. Út frá niðurstöðum rannsóknanna er áætlað hversu miklu hver einstaklingur sóar af mat og drykk. Gallinn er þó sá að ekki er hægt að meta hvort matarsóun sé breytileg á milli mánaða, ára eða til dæmis hátíða. Að sama skapi er engin leið að mæla árangur áherslu stefnunnar síðastliðin tvö ár, því engar aðrar upplýsingar eru til um matarsóun á Íslandi. Ekki er stefnt á að framkvæma aðra álíka rannsókn fyrr en að tveimur eða þremur árum liðnum. „Þetta var risaverkefni. Þetta var styrkur til að gera grunnrannsókn en okkur langar að gera aftur rannsókn eftir ár eða tvö, þremur árum frá grunnrannsókn og sjá hvort ástandið sé eitthvað að batna” segir Ingunn Gunnarsdóttir hjá Umhverfisstofnun.Ingunn Gunnarsdóttir, hjá UmhverfisstofnunÁhrif matarsóunar eru margvísleg. Bæði er um að ræða mat sem hefði mögulega getað verið nýttur annars staðar, en einnig er um að ræða umhverfis- og samfélagsleg áhrif, sem geta náð langt út fyrir landsteinana. Í stefnu um úrgangsforvarnir er áhersla lögð á níu flokka úrgangs á gildistímanum, sem skipt er í tvennt eftir því í hvers konar forgangi þeir eru. Sex flokkar eru í forgangi í tvö ár í senn, en hina þrjá flokkana er unnið með til lengri tíma. Fyrsti flokkurinn sem lögð var áhersla á var matarsóun undir yfirskriftinni Matur er mannsins megin. Ýmis verkefni hafa verið framkvæmd á tímabilinu og á heimasíðunni www.matarsoun.is er að finna samantekt á þeim, ásamt góðum ráðum til að sporna við henni. Í byrjun næsta árs tekur plast við af matarsóun sem næsta forgangsverkefni stefnunnar til tveggja ára og eru bæði Umhverfisstofnun og Landvernd að búa sig undir breyttar áherslur. Nú eru í þróun svokallaðir umhverfisvísar hjá Umhverfisstofnun, til að mæla árangur stefnunnar og meta stöðu Íslendinga þegar kemur að öllum þeim flokkum sem til umræðu eru í úrgangsstefnunni. Tillaga um umhverfisvísa verður lögð fyrir nýjan umhverfisráðherra fyrir áramót. Að gefnu samþykki ráðherra ætti að vera hægt að taka þá í notkun á næsta ári. „Það fylgja þessu markmið, fyrir þessa vísa. Þeir munu taka hvern flokk fyrir sig. Það verða skilgreindir vísar fyrir matarsóun, plast og textíl og síðan þessa þrjá flokka sem eru í forgangi allan gildistíma stefnunnar“ segir Guðmundur B. Ingvarsson hjá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira