Lögreglan lokar veginum um Heiðmörk vegna hálku Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. desember 2017 18:22 Úr Heiðmörk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Stefán Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Glerhálka er nú í heiðmörk og þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að aðstoða þar ökumenn í dag. Samkvæmt tísti frá lögreglunni er búið að sanda og ná þeim bílum burt sem voru þar fastir vegna hálkunnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlar borgin að loka veginum um Heiðmörk vegna hálkunnar. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk lokar eftir þessa helgi en þangað hafa margir lagt leið sína í desember og höggvið sitt eigið jólatré í Jólaskóginn í Heiðmörk. Menningardagskrá var í Heiðmörk í dag en opið var á milli klukkan 12 og 17. Rithöfundar lásu upp úr bókum sínum, barnastund var við varðeld og svo voru þar tónleikar. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur varð skyndilega glerhált á svæðinu um klukkan tvö í dag. Allir starfsmenn á svæðinu fóru strax í að sanda veginn og slasaðist enginn í hálkunni þó aðstæður hafi verið erfiðar. Vegagerðin ætlar að sanda á svæðinu í nótt svo Jólamarkaðurinn og Jólaskógurinn ættu að ná að hafa opið á morgun. Nú stendur yfir Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað löggutíst. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Lögreglan á Suðurnesjum og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð þessara lögregluliða til klukkan 04:00 í fyrramálið. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Hægt er að fylgjast með löggutístinu hér á Vísi. Uppfært kl.18:57Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu: Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tilkynnist hér með að Heiðmerkurvegur er lokaður við Suðurlandsveg og verður einnig lokaður við Maríuhella í Garðabæ vegna mikillar ísingar en þónokkur fjöldi ökumanna hefur lent þarna í vandræðum í dag. Þess má þó geta að vegurinn verður opnaður strax í fyrramálið og vegurinn þá sandaður/saltaður. Hafravatnsvegur frá Nesjavallaleið og norður úr er einnig mjög háll og fólk þar í vandræðum ( við Hafravatn) en vegurinn er þó ekki lokaður. Saltbíll frá Reykjavíkurborg er á leið þangað núna svo ökumenn komist í burtu.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Löggutíst: Lögreglan segir frá öllum verkefnum á Twitter Í kvöld ætlar lögreglan að vera með Twitter-maraþon, eða svokallað löggutíst. 16. desember 2017 17:30