„Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því“ 1. desember 2017 19:30 Snæbjörn opnar sig á Facebook. Vísir / Ernir „Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan: MeToo Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Strákar! Ég veit alveg að margir okkar hafa orðið fyrir allskonar áreiti frá konum þegar við stöndum á sviði eða í kringum þá vinnu. En í allra góðra vætta nafni, ekki nota það sem einhvers konar mótrök eða argjúment í umræðu undanfarinna daga og vikna,“ skrifar Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Skálmaldar og starfsmaður Pipar/TBWA, í einlægum pistli á Facebook-síðu sinni. Göngum umræðuna til enda Pistillinn kemur í kjölfar mikillar umræðu um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ýmissa stétta. Margir lokaðir Facebook-hópar hafa verið stofnaðir þar sem konur opna sig um sína reynslu og hefur kassamerkið #metoo tröllriðið samfélagsmiðlum síðustu daga og vikur. Sjá einnig: Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Snæbjörn höfðar til karlmanna í pistli sínum og hvetur þá til að taka umræðuna um kynferðislegt ofbeldi og horfa í eigin barm. „Umræðan núna snýst um þá afstöðu sem komin er upp milli karla og kvenna þar sem þær hafa lent undir vegna þess að við höfum með yfirgangi rúllað yfir þær. Göngum þá umræðu til enda, horfum allir í eigin barm og förum yfir stöðu okkar, gjörðir og skoðanir í stað þess að benda á það sem mögulega er gert á okkar hluta.“ Sjá einnig: Efnir til strákahittings og leitar leiða til að brjótast úr viðjum íþyngjandi kynhlutverka „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur“ Snæbjörn segist hugsanlega hafa gerst sekur um það að særa aðra í kringum sig í gegnum tíðina, án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því. „Ég get verið dóni, durtur og óttalegur pungur, ég hef alltaf vitað það og jafnvel gengist upp í því. Ég á mér fá tabú í lífinu og læt allt flakka. Ég get þó sem betur fer sagt með góðri samvisku að ég ætla mér aldrei illt og horfi aldrei viljandi niður á fólk sem ég tala við. En þessi umræða, og samtöl við konur og karla kringum hana, hefur vissulega opnað augu mín fyrir mörgu sem ég sá ekki áður. Mig grunar að ég hafi sært fólk án þess að gera mér grein fyrir því. Mér þykir það afar leitt og þarf að huga að því hverju ég þarf að breyta í mínu fari,“ skrifar Snæbjörn og bætir við. „Ég held að við getum allir bætt okkur. Gerum það í sameiningu, allir sem einn. Í kjölfarið getum við svo haldið áfram að tala um alla hina hlutina sem hægt er að bæta.“Pistil Snæbjörns má sjá hér fyrir neðan:
MeToo Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira