Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2017 16:36 Aron Einar og félagar fengu ekki léttasta riðilinn. vísir/hanna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018.Íslenska liðið lenti í afar erfiðum riðli, með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta er ekkert auðveldasti riðilinn,“ sagði Aron Einar. „Það hefur alltaf verið draumur að mæta þessum alvöru þjóðum sem við höfum aldrei fengið tækifæri til að spila við. Þetta verður upplifun en við höfum engu að tapa. Þetta verður gífurlega erfitt, frábær lið og það verður erfitt að komast upp úr riðlinum.“ Það er óhætt að segja að Ísland hafi lent í sannkölluðum dauðariðli. „Við þekkjum Króatíu vel og vitum hvað þeir geta. Við höfum ekki náð frábærum úrslitum á móti þeim, þótt síðasti leikur hafi verið mjög góður. Þetta verður úrslitaleikur, sá síðasti í riðlinum,“ sagði Aron Einar. „Svo er þetta Argentína með Messi og ég veit ekki hverja í framlínunni. Nígería er ekki best skipulagða liðið en með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa mikið fyrir að vinna þá. Þetta er dauðariðill en við höfum trú á okkur og ætlum upp úr riðlinum.“ Aron Einar leiðir íslenska liðið út á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní á næsta ári og heilsar sjálfum Lionel Messi fyrir leik. „Hver myndi ekki vilja upplifa það? Þetta verður veisla, að byrja á móti Argentínu. Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Aron Einar. En hefði hann vilja fá viðráðanlegri andstæðinga, allavega á pappírnum? „Já, hverju átti maður að óska eftir? Það eru líka góð lið í 4. styrkleikaflokki þótt Nígería sé eitt af þeim bestu,“ sagði Aron Einar sem horfði á HM-dráttinn í sófanum heima í Cardiff. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018.Íslenska liðið lenti í afar erfiðum riðli, með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta er ekkert auðveldasti riðilinn,“ sagði Aron Einar. „Það hefur alltaf verið draumur að mæta þessum alvöru þjóðum sem við höfum aldrei fengið tækifæri til að spila við. Þetta verður upplifun en við höfum engu að tapa. Þetta verður gífurlega erfitt, frábær lið og það verður erfitt að komast upp úr riðlinum.“ Það er óhætt að segja að Ísland hafi lent í sannkölluðum dauðariðli. „Við þekkjum Króatíu vel og vitum hvað þeir geta. Við höfum ekki náð frábærum úrslitum á móti þeim, þótt síðasti leikur hafi verið mjög góður. Þetta verður úrslitaleikur, sá síðasti í riðlinum,“ sagði Aron Einar. „Svo er þetta Argentína með Messi og ég veit ekki hverja í framlínunni. Nígería er ekki best skipulagða liðið en með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa mikið fyrir að vinna þá. Þetta er dauðariðill en við höfum trú á okkur og ætlum upp úr riðlinum.“ Aron Einar leiðir íslenska liðið út á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní á næsta ári og heilsar sjálfum Lionel Messi fyrir leik. „Hver myndi ekki vilja upplifa það? Þetta verður veisla, að byrja á móti Argentínu. Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Aron Einar. En hefði hann vilja fá viðráðanlegri andstæðinga, allavega á pappírnum? „Já, hverju átti maður að óska eftir? Það eru líka góð lið í 4. styrkleikaflokki þótt Nígería sé eitt af þeim bestu,“ sagði Aron Einar sem horfði á HM-dráttinn í sófanum heima í Cardiff.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30
Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22
Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44
Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05