Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2017 15:47 Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins fagnar hér á Laugardalsvelli þegar Ísland tryggði sér farmiðann til Rússlands. vísir/ernir Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. Þetta kom í ljós nú rétt í þessu en verið er að draga í riðla í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Eins og eflaust flestir vita leikur einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, með Argentínu og því munu strákarnir okkar mæta Messi í Moskvu daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þeir mæta svo Nígeríu í Volgograd föstudaginn 22. júní og þriðjudaginn 26. júní mætum við okkar fornu fjendum Króötum í Rostov-on-Don.Það má með sanni segja að riðillinn sé dauðariðill en Argentína er eitt besta knattspyrnulið heims. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Króatía reynst okkur erfiður mótherji en einhverjir muna eflaust eftir því að Króatar komu í veg fyrir að Íslendingar kæmust á HM 2014 þegar strákarnir töpuðu fyrir þeim í umspilinu 2013. Við vorum síðan með þeim í riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi þar sem við töpuðum fyrir þeim 2-0 úti í Króatíu en sigruðum þá svo 1-0 heima í sumar. Nígería er síðan þrefaldur Afríkumeistari en liðið vann þann titil árið 2013. Ísland hefur leikið einn lið við Nígeríu. Það var í vináttulandsleik í ágúst 1981 og unnum við leikinn 3-0.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:34.
Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. Þetta kom í ljós nú rétt í þessu en verið er að draga í riðla í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Eins og eflaust flestir vita leikur einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, með Argentínu og því munu strákarnir okkar mæta Messi í Moskvu daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þeir mæta svo Nígeríu í Volgograd föstudaginn 22. júní og þriðjudaginn 26. júní mætum við okkar fornu fjendum Króötum í Rostov-on-Don.Það má með sanni segja að riðillinn sé dauðariðill en Argentína er eitt besta knattspyrnulið heims. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Króatía reynst okkur erfiður mótherji en einhverjir muna eflaust eftir því að Króatar komu í veg fyrir að Íslendingar kæmust á HM 2014 þegar strákarnir töpuðu fyrir þeim í umspilinu 2013. Við vorum síðan með þeim í riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi þar sem við töpuðum fyrir þeim 2-0 úti í Króatíu en sigruðum þá svo 1-0 heima í sumar. Nígería er síðan þrefaldur Afríkumeistari en liðið vann þann titil árið 2013. Ísland hefur leikið einn lið við Nígeríu. Það var í vináttulandsleik í ágúst 1981 og unnum við leikinn 3-0.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:34.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira