Fótbolti

Kjartan Henry og félagar jöfnuðu í uppbótartíma

Dagur Lárusson skrifar
Kjartan Henry í leik með Horsens.
Kjartan Henry í leik með Horsens. vísir/getty
Kjartan Henry Finnbogason og félagar í AC Horsens fóru í heimsókn til Hobro í danska fótboltanum í dag en þetta var fyrsti leikur dagsins.

Fyrir leikinn var Horsens með 23 stig í 8.sæti deildarinnar en með sigri gat liðið komust upp í 5.sætið.

Eftir markalausan fyrri hálfleik og heilt yfir tíðindalítinn leik þá lífgaði heldur betur upp á leikinn á síðustu mínútunum en á 84. mínútu skoraði Rasmus Petersen og allt virtist stefna í að Hobro færi með sigur af hólmi en annað átti eftir að koma í ljóst.

Liðsmenn Horsen gáfust ekki upp og jöfnuðu metin í uppbótartíma en það var Oliver Drost sem skoraði markið og urðu lokatölur því 1-1.

Eftir leikinn er Horsens í 8.sæti með 24 stig.

Hannes Þór Halldórsson stóð allan leikinn í marki Randers er liðið tapaði 3-3 fyrir Silkeborg en Randers er í næstneðsta sæti deildarinnar.






Tengdar fréttir

Kjartan Henry tékkaði sig inn

Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×