Ríkisstjórnin lýkur afgreiðslu fjárlagafrumvarps að mestu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 11:30 Frá fyrsta fundi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á föstudag. vísir/eyþór Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira