Vegamálastjóri bíður spenntur eftir símhringingu frá ráðherra Baldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við lyklunum að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. vísir/eyþór „Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
„Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira