Ekki nóg fyrir íslensk lið að semja við HM-fara á heimleið til að fá allan gullpottinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 12:00 Birkir Már Sævarsson í leik með Íslandi vísir/getty Eins og kom fram í morgun þrefaldast greiðslur FIFA til félagsliða fyrir HM 2018 þegar kemur að leikmönnum sem taka þátt í mótinu. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga, ECA, eru búin að standa lengi í viðræðum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og voru niðurstöðurnar birtar í gær. FIFA greiðir 893.000 íslenskar krónur á dag fyrir hvern leikmann frá og með 1. júní en þá eiga leikmenn að vera lausir frá félagsiðum sínum til að undirbúa sig fyrir HM. Greiðslurnar stöðvast þegar að viðkomandi landslið fellur úr keppni. Fari svo að íslenskt félagslið eigi leikmann í lokahópi HM 2018 fær það aldrei minna en 23,2 milljónir í sinn hlut frá FIFA sé reiknað með því að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðlakeppninni en síðasti leikur D-riðils fer fram 26. júní.Strákarnir eru á leiðinni á HM.vísir/vilhelmGætu komið heim Þetta á þó aðeins við um leikmenn sem spiluðu með sama félaginu á síðustu leiktíð á Íslandi og það mun gera næsta sumar því greiðslur FIFA dreifast á þau félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með tvö leiktímabil á undan heimsmeistaramótinu. Það þykir ansi ólíklegt að leikmenn sem spiluðu í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og verða þar næsta sumar komist í lokahópinn en orðrómar hafa verið á kreiki um að atvinnumenn séu á heimleið fyrir næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. Atvinnumenn sem hafa átt sæti í íslenska landsliðshópnum. Birkir Már Sævarsson er til dæmis án félags eftir að semja ekki aftur við Hammarby í Svíþjóð en Íslandsmeistarar Vals vilja ólmir fá hann heim. Gott er að taka bara Birki Má sem dæmi til að útskýra greiðslurnar. Birkir gæti tæplega samið við Val í janúar og verið í raun á undirbúningstímabili fram í maí og mögulega ekki verið búinn að spila keppnisleik áður en Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn. Hann sagði við Morgunblaðið á dögunum að hann vill komast til liðs utan Norðurlanda þar sem hann getur spilað frá janúar og fram á vor.Mun Heimir velja einhvern úr Pepsi-deildinni?Vísir/GettySkiptist milli tveggja Verði það raunin fær Hammarby 1/3 af FIFA-greiðslum vegna Birkis vegna þess að hann spilaði þar frá júní 2016 til júlí 2017. Það gera ríflega 7,7 milljónir íslenskra króna, ef enn er miðað við að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðli. Þar sem að sænska deildin er sumardeild bætist svo við næsti gluggi sem skilar einnig 1/3 af greiðslunum. Birkir Már var þó ekki allan glugga tvö (júní 2017-maí 2018) hjá Hammarby heldur er hann samningsbundinn út desember. Hammarby fær því helminginn, eða 2/4, af þriðjungi greiðslnanna fyrir júlí til desember 2017 sem gera rétt tæpar fjórar milljónir króna. Hammarby á því von á um 11,5 milljónum íslenskra króna verði Birkir Már í HM-hópi Íslands. En þá er komið að þætti íslenska liðsins og er endurtekið að hér er aðeins um dæmi að ræða. Það sama á við um alla aðra íslenska atvinnumenn sem gætu komið heim á næsta ári og verið samningsbundnir íslensku félagi fyrir 1. júní þegar HM-greiðslurnar hefjast.Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla.vísir/anton brinkGætu fengið tíu milljónir Taki Birkir Már sénsinn og semji við Val í janúar fá Valsmenn hinn helminginn á móti Hammarby af þriðjungnum sem í boði er í glugga tvö eða 3,8 milljónir króna. Valsmenn myndu svo fá allan þriðjunginn fyrir að vera með Birki samningsbundinn frá júní eða 7,3 milljónir króna. Ef Birkir myndi semja við Val í apríl myndi Hlíðarendafélagið fá 1/4 af þriðjungnum í glugga tvö eða 1,9 milljónir króna og því í heildina 9,6 milljónir króna en félag sem Birkir spilar mögulega með frá janúar til mars fengi síðasta fjórðunginn úr glugga tvö.Greiðslur FIFA til félagsliða:Gluggi eitt: 1/4 Júlí 2016 - september 2017 1/4 Október 2016 - desember 2016 1/4 Janúar 2017 - mars 2017 1/4 Apríl 2017 - júní 20171/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaGluggi tvö: 1/4 Júlí 2017 - september 2017 1/4 Október 2017 - desember 2018 1/4 Janúar 2018 - mars 2018 1/4 Apríl 2018 - maí 20181/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaGluggi þrjú: Júní 2018 - júlí 20181/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaSamtals 23,2 milljónir króna.Fréttin er unnin upp úr gögnum frá ECA með aðstoð ÍTF. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslensk félagslið fá rúmlega 20 milljónir eigi þau leikmann á HM Greiðslur FIFA til félaga sem eiga leikmenn í lokakeppni HM þrefaldast á milli móta. 7. desember 2017 08:00 Birkir Már vonast eftir að mæta Svíum í úrslitum á HM Birkir Már Sævarsson sendi félögum sínum og stuðningsmönnum í Svíþjóð kveðju á Instagram þar sem hann þakkar fyrir sig og vonast eftir að sjá þá í úrslitaleiknum á HM. 7. desember 2017 10:30 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Eins og kom fram í morgun þrefaldast greiðslur FIFA til félagsliða fyrir HM 2018 þegar kemur að leikmönnum sem taka þátt í mótinu. Samtök evrópskra knattspyrnufélaga, ECA, eru búin að standa lengi í viðræðum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og voru niðurstöðurnar birtar í gær. FIFA greiðir 893.000 íslenskar krónur á dag fyrir hvern leikmann frá og með 1. júní en þá eiga leikmenn að vera lausir frá félagsiðum sínum til að undirbúa sig fyrir HM. Greiðslurnar stöðvast þegar að viðkomandi landslið fellur úr keppni. Fari svo að íslenskt félagslið eigi leikmann í lokahópi HM 2018 fær það aldrei minna en 23,2 milljónir í sinn hlut frá FIFA sé reiknað með því að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðlakeppninni en síðasti leikur D-riðils fer fram 26. júní.Strákarnir eru á leiðinni á HM.vísir/vilhelmGætu komið heim Þetta á þó aðeins við um leikmenn sem spiluðu með sama félaginu á síðustu leiktíð á Íslandi og það mun gera næsta sumar því greiðslur FIFA dreifast á þau félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með tvö leiktímabil á undan heimsmeistaramótinu. Það þykir ansi ólíklegt að leikmenn sem spiluðu í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og verða þar næsta sumar komist í lokahópinn en orðrómar hafa verið á kreiki um að atvinnumenn séu á heimleið fyrir næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. Atvinnumenn sem hafa átt sæti í íslenska landsliðshópnum. Birkir Már Sævarsson er til dæmis án félags eftir að semja ekki aftur við Hammarby í Svíþjóð en Íslandsmeistarar Vals vilja ólmir fá hann heim. Gott er að taka bara Birki Má sem dæmi til að útskýra greiðslurnar. Birkir gæti tæplega samið við Val í janúar og verið í raun á undirbúningstímabili fram í maí og mögulega ekki verið búinn að spila keppnisleik áður en Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn. Hann sagði við Morgunblaðið á dögunum að hann vill komast til liðs utan Norðurlanda þar sem hann getur spilað frá janúar og fram á vor.Mun Heimir velja einhvern úr Pepsi-deildinni?Vísir/GettySkiptist milli tveggja Verði það raunin fær Hammarby 1/3 af FIFA-greiðslum vegna Birkis vegna þess að hann spilaði þar frá júní 2016 til júlí 2017. Það gera ríflega 7,7 milljónir íslenskra króna, ef enn er miðað við að strákarnir okkar komist ekki upp úr riðli. Þar sem að sænska deildin er sumardeild bætist svo við næsti gluggi sem skilar einnig 1/3 af greiðslunum. Birkir Már var þó ekki allan glugga tvö (júní 2017-maí 2018) hjá Hammarby heldur er hann samningsbundinn út desember. Hammarby fær því helminginn, eða 2/4, af þriðjungi greiðslnanna fyrir júlí til desember 2017 sem gera rétt tæpar fjórar milljónir króna. Hammarby á því von á um 11,5 milljónum íslenskra króna verði Birkir Már í HM-hópi Íslands. En þá er komið að þætti íslenska liðsins og er endurtekið að hér er aðeins um dæmi að ræða. Það sama á við um alla aðra íslenska atvinnumenn sem gætu komið heim á næsta ári og verið samningsbundnir íslensku félagi fyrir 1. júní þegar HM-greiðslurnar hefjast.Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla.vísir/anton brinkGætu fengið tíu milljónir Taki Birkir Már sénsinn og semji við Val í janúar fá Valsmenn hinn helminginn á móti Hammarby af þriðjungnum sem í boði er í glugga tvö eða 3,8 milljónir króna. Valsmenn myndu svo fá allan þriðjunginn fyrir að vera með Birki samningsbundinn frá júní eða 7,3 milljónir króna. Ef Birkir myndi semja við Val í apríl myndi Hlíðarendafélagið fá 1/4 af þriðjungnum í glugga tvö eða 1,9 milljónir króna og því í heildina 9,6 milljónir króna en félag sem Birkir spilar mögulega með frá janúar til mars fengi síðasta fjórðunginn úr glugga tvö.Greiðslur FIFA til félagsliða:Gluggi eitt: 1/4 Júlí 2016 - september 2017 1/4 Október 2016 - desember 2016 1/4 Janúar 2017 - mars 2017 1/4 Apríl 2017 - júní 20171/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaGluggi tvö: 1/4 Júlí 2017 - september 2017 1/4 Október 2017 - desember 2018 1/4 Janúar 2018 - mars 2018 1/4 Apríl 2018 - maí 20181/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaGluggi þrjú: Júní 2018 - júlí 20181/3 af heildargreiðslum miðað við riðlakeppni Íslands 7,7 milljónir krónaSamtals 23,2 milljónir króna.Fréttin er unnin upp úr gögnum frá ECA með aðstoð ÍTF.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslensk félagslið fá rúmlega 20 milljónir eigi þau leikmann á HM Greiðslur FIFA til félaga sem eiga leikmenn í lokakeppni HM þrefaldast á milli móta. 7. desember 2017 08:00 Birkir Már vonast eftir að mæta Svíum í úrslitum á HM Birkir Már Sævarsson sendi félögum sínum og stuðningsmönnum í Svíþjóð kveðju á Instagram þar sem hann þakkar fyrir sig og vonast eftir að sjá þá í úrslitaleiknum á HM. 7. desember 2017 10:30 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Sjá meira
Íslensk félagslið fá rúmlega 20 milljónir eigi þau leikmann á HM Greiðslur FIFA til félaga sem eiga leikmenn í lokakeppni HM þrefaldast á milli móta. 7. desember 2017 08:00
Birkir Már vonast eftir að mæta Svíum í úrslitum á HM Birkir Már Sævarsson sendi félögum sínum og stuðningsmönnum í Svíþjóð kveðju á Instagram þar sem hann þakkar fyrir sig og vonast eftir að sjá þá í úrslitaleiknum á HM. 7. desember 2017 10:30