Fótbolti

Wembley fær fleiri leiki á EM í fótbolta 2020

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wembley leikvangurinn.
Wembley leikvangurinn. Vísir/Getty
Næsta Evrópukeppni í fótbolta fer fram út um alla Evrópu í fyrsta sinn en í dag kom í ljós að engir leikir munu fara fram í Brussel í Belgíu eftir tvö og hálft ár.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að taka leikina frá Brussel og fjölga í staðinn leikjum á Wembley-leikvanginum í London. BBC segir frá.

Belgarnir eru enn að byggja nýkan leikvang í höfuðborginni og hafa ekki náð að uppfylla skilyrði UEFA. Það kom til greina að fara með leikina í Brussel til Cardiff eða Stokkhólms en fallið var frá því.

Wembley er einn af tólf leikvöngum sem munu hýsa leiki í úrslitakeppni EM og eftir þessa breytingu munu sjö leikir fara fram á vellinum.

Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikirnir fara fram á Wembley en þar fara einnig fram þrír leikir í riðlakeppninni og einn leikur í sextán liða úrslitunum.

Hér verða riðlarnir sex spilaðir á EM 2020:

A-riðill: Róm og Bakí

B-riðill: Sánkti Petersburg og Kaupmannahöfn

C-riðill: Amsterdam og Búkasrest

D-riðill: London og Glasgow

E-riðill: Bilbao og Dublin

F-riðill: München og Búdapest

Opnunarleikurinn fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Átta liða úrslitin verða spiluð í München, Bakú, Róm og Sánkti Pétursborg.

Kaupmannahöfn, Búkarest, Amsterdam, Bilbao, Búdapest og London verða bæði með þrjá leiki í riðlakeppninni sem og einn leik í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×