Eldsvoði á höfninni á Ísafirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2017 00:12 Mikill eldur braust út á Ísafirði seint í kvöld. Gísli Halldór Halldórsson Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. Mikill eldur logar og reykur liggur yfir höfninni. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við Vísi að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. Hann birti sjálfur mynd sem hann tók skömmu fyrir miðnætti. Gísli Halldór telur að stórt gamalt timburhús sé í hættu. Samkvæmt frétt RÚV braust eldurinn út í húsnæði Skipaþjónustu HG við Árnagötu 3. Slökkvistarf nú í fullum gangi eins og sjá má á vefmyndavél Snerpu frá Ísafirði. Lögreglan á Ísafirði hefur lokað af svæðið í kringum eldsvoðann. Fólki er ráðlagt að halda sig fjarri.Uppfært klukkan 00:23Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, var önnum kafinn ásamt sínum mönnum þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali klukkan tuttugu mínútur yfir tólf. Hann segir allt tiltækt lið og búnað á svæðinu í notkun. Um mikinn eld sé að ræða. Ekki sé hætta á því eins og sakir standi að eldurinn teygi sig í önnur hús. Aftur á móti sé töluvert af gasi inni í húsinu. Hann ráðleggur fólki að halda sig fjarri vettvangi. Reikna má með því að slökkvistarf gæti tekið langan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum varð eldurinn laus í mannlausri véla og tækjaskemmu á Suðurtanga á Ísafirði. Fólki stafar ekki hætta af eldinum, enda er skemman fjarri íbúðarbyggð. Mikinn reyk leggur yfir fjörðinn allan og eru íbúar hvattir til að loka gluggum og jafnvel að hækka ögn í ofnum til að forða því að fá reyk inn í íbúðir.Uppfært 7:01 Í tilkynningu frá Einar Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, segir að húsnæðið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp og hafi engin hætta steðjað að fólki. „Slökkvilið Ísafjarðar, Slökkvilið Ísafjarðarflugvallar, slökkvilið Bolungarvíkur ,björgunarsveitamenn frá Ísafirði, hafnarstarfsmenn og fleiri unnu að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga „Rauða húsinu“ svokallaða sem kom frá Hesteyri 1956, tókst það verk giftusamlega. Húsnæði skipaþjónustunnar var um 700 fermetrar að flatarmáli og er það brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inní því var. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögreglan að rannsókn málsins. Starfsmenn Hraðfrystihússins-Gunnvarar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfinu og veittu hjálp fyrir fagmennsku og fumlaus viðbrögð við sín störf,“ segir í tilkynningunni. Vefmyndavélin er staðsett á Orkustöð Orkubúsins við Mjósund.Skjáskot/Snerpa.isBirgir Örn BreiðfjörðBIRGIR ÖRN BREIÐFJÖRÐ Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. Mikill eldur logar og reykur liggur yfir höfninni. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við Vísi að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. Hann birti sjálfur mynd sem hann tók skömmu fyrir miðnætti. Gísli Halldór telur að stórt gamalt timburhús sé í hættu. Samkvæmt frétt RÚV braust eldurinn út í húsnæði Skipaþjónustu HG við Árnagötu 3. Slökkvistarf nú í fullum gangi eins og sjá má á vefmyndavél Snerpu frá Ísafirði. Lögreglan á Ísafirði hefur lokað af svæðið í kringum eldsvoðann. Fólki er ráðlagt að halda sig fjarri.Uppfært klukkan 00:23Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, var önnum kafinn ásamt sínum mönnum þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali klukkan tuttugu mínútur yfir tólf. Hann segir allt tiltækt lið og búnað á svæðinu í notkun. Um mikinn eld sé að ræða. Ekki sé hætta á því eins og sakir standi að eldurinn teygi sig í önnur hús. Aftur á móti sé töluvert af gasi inni í húsinu. Hann ráðleggur fólki að halda sig fjarri vettvangi. Reikna má með því að slökkvistarf gæti tekið langan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum varð eldurinn laus í mannlausri véla og tækjaskemmu á Suðurtanga á Ísafirði. Fólki stafar ekki hætta af eldinum, enda er skemman fjarri íbúðarbyggð. Mikinn reyk leggur yfir fjörðinn allan og eru íbúar hvattir til að loka gluggum og jafnvel að hækka ögn í ofnum til að forða því að fá reyk inn í íbúðir.Uppfært 7:01 Í tilkynningu frá Einar Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, segir að húsnæðið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp og hafi engin hætta steðjað að fólki. „Slökkvilið Ísafjarðar, Slökkvilið Ísafjarðarflugvallar, slökkvilið Bolungarvíkur ,björgunarsveitamenn frá Ísafirði, hafnarstarfsmenn og fleiri unnu að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga „Rauða húsinu“ svokallaða sem kom frá Hesteyri 1956, tókst það verk giftusamlega. Húsnæði skipaþjónustunnar var um 700 fermetrar að flatarmáli og er það brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inní því var. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögreglan að rannsókn málsins. Starfsmenn Hraðfrystihússins-Gunnvarar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfinu og veittu hjálp fyrir fagmennsku og fumlaus viðbrögð við sín störf,“ segir í tilkynningunni. Vefmyndavélin er staðsett á Orkustöð Orkubúsins við Mjósund.Skjáskot/Snerpa.isBirgir Örn BreiðfjörðBIRGIR ÖRN BREIÐFJÖRÐ
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira