Innlent

Jarðskjálfti af stærð 3,5 í Skjaldbreið

Birgir Olgeirsson skrifar
Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Vísir/GVA
Jarðskálfti af stærð 3,5 í Skjaldbreið varð klukkan 19:20 í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist hafa borist frá Biskupstungum og Kjalarnesi. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Samkvæmt jarðskjálftatöflu Veðurstofu Íslands hafa 19 skjálftar riðið yfir við Skjaldbreið í dag. Allir voru þeir í kringum 1 af stærð, fyrir utan þann stóra sem reið yfir í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa skjálftar verið á svæðinu við Skjaldbreið síðustu daga. Skjálftar í Skjaldbreið mælast af og til og staðsetningin því ekki óvenjuleg. Skjálftar á stærð við þann sem varð á áttunda tímanum í kvöld við Skjaldbreið eru þó óvenjulegir. Um sé að ræða stærsta skjálftann á svæðinu frá árinu 1992. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.