Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 21:00 Hafdís Inga telur þörf á allsherjarbyltingu innan íþróttahreyfingarinnar. Aðsent Konur innan íþróttahreyfinga hér á landi stofnuðu um helgina lokaðan Facebook hóp þar sem þær deila sögum af kynferðislegri áreitni, kynferðisofbeldi og karlamenningunni í íþróttum á Íslandi. Meðlimir hópsins eru 440 og mun hópurinn eflaust stækka. „Mér sýnist þetta vera mjög breiður hópur íþróttakvenna, bæði fyrrverandi og þeirra sem eru núna virkar,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir fyrrum landsliðskona í samtali við Vísi. Í hópnum rjúfa þær þögnina sem Hafdís segir að sé allt of áberandi í íþróttaheiminum. Hún segir mjög góðar líkur á að íþróttakonurnar sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Margar sögur að segja„Það var kominn tími á þetta, þó fyrr hafi verið,“ segir Hafdís Inga um umræðuna sem nú er í gangi í samfélaginu. „Íþróttirnar eru auðvitað bara þverskurður á samfélaginu og það er ekki nóg með að það sé ríkjandi kynjamisrétti þar þá er þar líka mjög mikið ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegs eðlis eða andlegs. Það er því miður staðreynd málsins.“ Hafdís Inga er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og var misnotuð af fyrrum landsliðsmanni í íþróttinni. Hann var þá 25 ára en hún aðeins 16 ára. Hún starfar sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hún þekkir því þessi mál vel og hefur einnig rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi. „Við höfum ansi margar sögur að segja,“ segir Hafdís Inga. Aðspurð af hverju svo fáir stígi fram og segi frá ofbeldi og áreitni svarar hún: „Það er svo ofsalega mikið valdamisræmi og oft á tíðum að bæði félagið og þjálfarinn þinn hafa þinn íþróttaferil eiginlega bara í höndunum. Það eru oft þessi viðhorf að þú megir ekki opinbera að þú hafir upplifað eitthvað svona eða líðir illa. Það er því miður oft litið á það að þú þurfir að vera andlega sterkur annars sértu bara aumingi.“Afreksfólk í sérstakri hættuHafdís Inga segir að hugsunarhátturinn í íþróttaheiminum sé svolítið öðruvísi upp á þetta að gera. Þegar hún rannsakaði íþróttaheiminn hér á landi komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi. „Þá er það líka þannig að um leið og fólki finnst þú veikburða andlega að þá áttu ekkert í þetta. Það er bara því miður þannig. Mín tilfinning er sú að fólk þori síður að stíga fram og segja frá af ótta við þetta.“ Að hennar mati er ábótavant hvernig íþróttafélög taka á þeim málum sem koma upp og þeim ábendingum sem berast. „ÍSÍ hefur reynt að setja fram skapalón og verkferla en það er alltaf íþróttafélaganna sjálfra og sérsambandanna að taka það upp. ÍSÍ getur ekki skipað neinum að gera neitt heldur bara lagt fram tillögur.“ Hafdís segir að þegar íþróttafélögum hafi boðist að fá fyrirlestur um þessi mál hafi fá félög þegið það. Eftir að sundkonan Hildur Erla Gísladóttir steig fram og opnaði sig um að fyrrum þjálfari sinn hafi beitt sig kynferðisofbeldi, sagði formaður Sundsambands Íslands að betur hefði átt að taka á fyrri ábendingum um sama þjálfara.Sjá einnig: Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“Hafdís segir að í hvert skipti sem einhver stígur fram geti það hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hildur Erla Gísladóttir sagði sýna sögu í einlægu viðtali fyrr í vetur. Vísir/VilhelmKvennaliðin minna virðiHafdís Inga segir að það séu margar spurningar sem þurfi að svara og að þetta sé líka spurning um fræðslu og breytingar á viðhorfi og innan íþróttasamfélagsins. Sjálf fékk hún undarleg viðbrögð frá HSÍ þegar hún tilkynnti þar um nauðgunina. „Ég spyr mig af hverju landsliðsfólk þarf ekki að fara eftir siðareglum í landsliðsferðum. Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið? Ég spyr mig af hverju það eru ekki verklagsreglur til hjá hverju einasta félagi og sérsambandi um það hvað er gert þegar þolandi stígur fram og segir frá. Eða einhver sér eitthvað óviðeigandi eins og Hildur Erla lýsti í sínu viðtali, að það hafi borist kvartanir um viðeigandi þjálfara og ekkert verið gert.“ Hafdís Inga segir að kvennaliðin upplifi það mjög sterkt að þær séu ekki eins mikils virði eða jafn merkileg og karlaliðin. „Þetta er karllægur heimur og það er ýmislegt sem maður hefur fengið að finna fyrir í gegnum árin. Stundum þurfa kvennaliðin að berjast til þess að fá sömu hlutina og karlaliðin í sama félagi. Það þarf allsherjar viðhorfsbreytingu innan íþróttanna.“Þarf að gera íþróttirnar öruggariHafdís segir að mörg mál innan íþróttaheimsins á Íslandi hafi aldrei komið upp á yfirborðið. Þegar mál koma upp er oft lítið eða ekkert talað um þau. „Þegar mál hafa komið upp þá hef ég upplifað þöggun, því miður.“ Hugsanlegt er að íþróttakonurnar sendi frá sér reynslusögur með sinni yfirlýsingu líkt og konur innan stjórnmála og svo sviðslista og kvikmynda hafa nú þegar gert. Hafdís segir ekki búið að ákveða hvort sögurnar verði þá birtar undir nafnleynd. „Ég held að það sé tilvalið að nota umræðuna sem er núna í gangi í samfélaginu til að brjóta þessa múra innan íþróttanna. Það þarf að taka okkur þolendur trúanlega, það þarf að bregðast við. Það þarf að gera eitthvað til að sporna við ofbeldi í íþróttum því að við viljum bæta íþróttirnar og gera þær öruggari og þetta er partur af því.“ MeToo Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar Hafdís Inga telur þörf á allsherjarbylgingu innan íþróttahreyfingarinnar. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Konur innan íþróttahreyfinga hér á landi stofnuðu um helgina lokaðan Facebook hóp þar sem þær deila sögum af kynferðislegri áreitni, kynferðisofbeldi og karlamenningunni í íþróttum á Íslandi. Meðlimir hópsins eru 440 og mun hópurinn eflaust stækka. „Mér sýnist þetta vera mjög breiður hópur íþróttakvenna, bæði fyrrverandi og þeirra sem eru núna virkar,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir fyrrum landsliðskona í samtali við Vísi. Í hópnum rjúfa þær þögnina sem Hafdís segir að sé allt of áberandi í íþróttaheiminum. Hún segir mjög góðar líkur á að íþróttakonurnar sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Margar sögur að segja„Það var kominn tími á þetta, þó fyrr hafi verið,“ segir Hafdís Inga um umræðuna sem nú er í gangi í samfélaginu. „Íþróttirnar eru auðvitað bara þverskurður á samfélaginu og það er ekki nóg með að það sé ríkjandi kynjamisrétti þar þá er þar líka mjög mikið ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegs eðlis eða andlegs. Það er því miður staðreynd málsins.“ Hafdís Inga er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og var misnotuð af fyrrum landsliðsmanni í íþróttinni. Hann var þá 25 ára en hún aðeins 16 ára. Hún starfar sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Hún þekkir því þessi mál vel og hefur einnig rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi. „Við höfum ansi margar sögur að segja,“ segir Hafdís Inga. Aðspurð af hverju svo fáir stígi fram og segi frá ofbeldi og áreitni svarar hún: „Það er svo ofsalega mikið valdamisræmi og oft á tíðum að bæði félagið og þjálfarinn þinn hafa þinn íþróttaferil eiginlega bara í höndunum. Það eru oft þessi viðhorf að þú megir ekki opinbera að þú hafir upplifað eitthvað svona eða líðir illa. Það er því miður oft litið á það að þú þurfir að vera andlega sterkur annars sértu bara aumingi.“Afreksfólk í sérstakri hættuHafdís Inga segir að hugsunarhátturinn í íþróttaheiminum sé svolítið öðruvísi upp á þetta að gera. Þegar hún rannsakaði íþróttaheiminn hér á landi komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi. „Þá er það líka þannig að um leið og fólki finnst þú veikburða andlega að þá áttu ekkert í þetta. Það er bara því miður þannig. Mín tilfinning er sú að fólk þori síður að stíga fram og segja frá af ótta við þetta.“ Að hennar mati er ábótavant hvernig íþróttafélög taka á þeim málum sem koma upp og þeim ábendingum sem berast. „ÍSÍ hefur reynt að setja fram skapalón og verkferla en það er alltaf íþróttafélaganna sjálfra og sérsambandanna að taka það upp. ÍSÍ getur ekki skipað neinum að gera neitt heldur bara lagt fram tillögur.“ Hafdís segir að þegar íþróttafélögum hafi boðist að fá fyrirlestur um þessi mál hafi fá félög þegið það. Eftir að sundkonan Hildur Erla Gísladóttir steig fram og opnaði sig um að fyrrum þjálfari sinn hafi beitt sig kynferðisofbeldi, sagði formaður Sundsambands Íslands að betur hefði átt að taka á fyrri ábendingum um sama þjálfara.Sjá einnig: Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“Hafdís segir að í hvert skipti sem einhver stígur fram geti það hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Hildur Erla Gísladóttir sagði sýna sögu í einlægu viðtali fyrr í vetur. Vísir/VilhelmKvennaliðin minna virðiHafdís Inga segir að það séu margar spurningar sem þurfi að svara og að þetta sé líka spurning um fræðslu og breytingar á viðhorfi og innan íþróttasamfélagsins. Sjálf fékk hún undarleg viðbrögð frá HSÍ þegar hún tilkynnti þar um nauðgunina. „Ég spyr mig af hverju landsliðsfólk þarf ekki að fara eftir siðareglum í landsliðsferðum. Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið? Ég spyr mig af hverju það eru ekki verklagsreglur til hjá hverju einasta félagi og sérsambandi um það hvað er gert þegar þolandi stígur fram og segir frá. Eða einhver sér eitthvað óviðeigandi eins og Hildur Erla lýsti í sínu viðtali, að það hafi borist kvartanir um viðeigandi þjálfara og ekkert verið gert.“ Hafdís Inga segir að kvennaliðin upplifi það mjög sterkt að þær séu ekki eins mikils virði eða jafn merkileg og karlaliðin. „Þetta er karllægur heimur og það er ýmislegt sem maður hefur fengið að finna fyrir í gegnum árin. Stundum þurfa kvennaliðin að berjast til þess að fá sömu hlutina og karlaliðin í sama félagi. Það þarf allsherjar viðhorfsbreytingu innan íþróttanna.“Þarf að gera íþróttirnar öruggariHafdís segir að mörg mál innan íþróttaheimsins á Íslandi hafi aldrei komið upp á yfirborðið. Þegar mál koma upp er oft lítið eða ekkert talað um þau. „Þegar mál hafa komið upp þá hef ég upplifað þöggun, því miður.“ Hugsanlegt er að íþróttakonurnar sendi frá sér reynslusögur með sinni yfirlýsingu líkt og konur innan stjórnmála og svo sviðslista og kvikmynda hafa nú þegar gert. Hafdís segir ekki búið að ákveða hvort sögurnar verði þá birtar undir nafnleynd. „Ég held að það sé tilvalið að nota umræðuna sem er núna í gangi í samfélaginu til að brjóta þessa múra innan íþróttanna. Það þarf að taka okkur þolendur trúanlega, það þarf að bregðast við. Það þarf að gera eitthvað til að sporna við ofbeldi í íþróttum því að við viljum bæta íþróttirnar og gera þær öruggari og þetta er partur af því.“
MeToo Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar Hafdís Inga telur þörf á allsherjarbylgingu innan íþróttahreyfingarinnar. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00
Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30
Fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar Hafdís Inga telur þörf á allsherjarbylgingu innan íþróttahreyfingarinnar. 22. október 2017 19:30