Áfallið var svo mikið að missa af HM að Buffon gat ekki spilað um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:45 Gianluigi Buffon eftir síðasta landsleikinn sinn. Vísir/Getty Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Juventus datt niður í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á móti Sampdoria um helgina en ítölsku meistararnir fengu á sig þrjú mörk í leiknum sem er mjög óvenjulegt fyrir þetta öfluga varnarlið. Juventus liðið var þannig aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í fyrstu tólf leikjunum en það munaði vissulega um það að tveir lykilmenn varnarinnar voru ekki með liðinu í gær. Ekki voru þeir þó meiddir eða í leikbanni. Það var andlegi þátturinn sem var að trufla þessa tvo frábæru leikmenn. Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var á varamannabekknum eins og landsliðsmiðvörðurinn Andrea Barzagli. Ástæðan? Jú þeir þurftu báðir lengri tíma til að jafna sig á því að ítalska landsliðinu mistókst að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, setti þá báða á bekkinn en sá örugglega eftir því þegar Sampdoria liðið var komið í 3-0. Juventus náði aðeins að laga stöðuna með mörkum Gonzalo Higuain og Paulo Dybala í uppbótartíma. Paulo Dybala kom inná sem varamaður í leiknum. Juventus hefur unnið sex meistaratitla í röð á Ítalíu en er nú fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Internazionale komst upp í annað sætið þökk sé úrslitum helgarinnar. Sampdoria er í sjötta sæti. Hinn 39 ára gamli Gianluigi Buffon vantar 21 leik í viðbót til að bæta leikjametið í ítölsku deildinni. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir HM næsta sumar svo framarlega sem Juve vinnur ekki Meistaradeildina. Það bjuggust flestir við því að Buffon fengi tækifæri til að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni næsta sumar en áfallið var mikið fyrir bæði hann, félagana í landsliðinu og ítölsku þjóðina. Það sást meðal annars á tárum hans í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.Gianluigi BuffonVísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira